fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Samfylking fengi 21 þingsæti samkvæmt könnun – Evrópusinnaðir flokkar í meirihluta

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 3. október 2023 16:00

Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og hefur rofið 30 prósenta múrinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin hefur rofið 30 prósenta múrinn hjá þjóðarpúlsi Gallup. Mælist nú flokkurinn með 30,1 prósenta fylgi.

Ef þetta yrðu niðurstöður kosninga myndi þetta þýða að flokkurinn fengi 21 þingsæti. Á stórveldistíma Samfylkingarinnar, á fyrsta áratug aldarinnar, fékk flokkurinn í tvígang 20 þingsæti en aldrei fleiri. Mest fékk flokkurinn 31 prósent fylgi í alþingiskosningunum árið 2003.

Þetta er bæting um 1,6 prósent milli kannana, en sú síðasta var birt 4. september. Þá mældist Samfylkingin með 28,5 prósent sem myndi duga fyrir 19 þingsætum.

Sjálfstæðisflokkur og Píratar dala

Sjálfstæðisflokkurinn fer niður um 0,7 prósent á milli mánaða og mælist nú með 20,4 prósent. Það myndi duga fyrir 14 þingsætum en flokkurinn fékk 16 í síðustu alþingiskosningum, árið 2021. Skömmu eftir þær gekk hins vegar Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, í raðir Sjálfstæðismanna og eru þeir því 17 í dag.

Fylgi Pírata dalar einnig um 0,7 prósent á milli mánaða og mælist nú 9,6 prósent. Þetta þýðir 6 þingmenn, sem er sama tala og flokkurinn hefur í dag.

Miðflokkur enn stærri en Framsókn

Miðflokkurinn heldur áfram að mælast stærri en Framsóknarflokkurinn, þó að fylgið dragist örlítið saman. Mælist Miðflokkurinn nú með 8,6 prósent sem dugar fyrir 6 þingsætum. Framsókn mælist með 8,1, sem er bæting um rúmt hálft prósent á milli mánaða en myndi engu að síður aðeins duga fyrir 5 þingsætum. Það yrði afhroð fyrir flokkinn sem fékk 17,3 prósent í síðustu kosningum og 13 menn kjörna.

Viðreisn bætir við sig 0,7 prósentustigum á milli mánaða og mælist nú með 7,9 prósent. Rétt eins og hjá Framsókn myndi það duga fyrir 5 þingsætum.

Fylgi Vinstri grænna, flokki Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, er áfram mjög lágt og lækkar um 0,2 prósent milli mánaða. Rétt eins og Flokkur fólksins mælast Vinstri græn með 5,7 prósent sem nægir fyrir 3 þingmönnum. Rétt yfir 5 prósenta þröskuldi fyrir jöfnunarþingsæti.

Sósíalistaflokkurinn er sem fyrr undir þröskuldinum, nú með 3,9 prósent og lækkar um hálft prósent á milli mánaða.

Evrópusinnar mælast með 32 menn

Samanlagt eru ríkisstjórnarflokkarnir þrír með aðeins 34,2 prósenta fylgi. Það myndi duga fyrir 22 þingmönnum, einum færri en í síðasta mánuði. Flokkarnir hafa 38 alþingismenn í dag.

Stjórnarandstaðan mælist með samanlagt 65,8 prósenta fylgi eða 41 þingsæti. Evrópusinnaðir flokkar, Samfylking, Píratar og Viðreisn mælast með meirihluta þingsæta, 32 talsins.

Könnunin var gerð 1. september til 1. október. Úrtakið var 11.005 og svarhlutfallið 48,5 prósent.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti