fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Nú mega íslenskar stúlkur heita Winter

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. október 2023 18:00

Kvenmannsnafnið Winter er orðið gjaldgengt í íslensku máli. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannanafnanefnd kvað í gær upp úrskurð vegna erindis sem nefndinni barst 29. september síðastliðinn en þar var óskað eftir því að nefndin samþykkti kvenmannsnafnið Winter sem eiginnafn.

Eiginnafn einstaklings, sem er einnig nefnt fornafn, er það nafn viðkomandi sem hvorki er millinafn eða eftirnafn. Samkvæmt lögum þarf mannanafnanefnd að samþykkja öll ný íslensk eiginnöfn.

Í úrskurði mannanafnanefndar segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfi öll skilyrði 5. gr. laga, nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin séu:

  1. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
  2. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
  3. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
  4. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.

Samkvæmt úrskurðinum uppfyllir eiginnafnið Winter skilyrði númer eitt, tvö og fjögur. Það taki íslenskri eignarfallsendingu, Winterarbrjóti ekki í bág við íslenskt málkerfi og sé ekki þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Nafnið sé aftur á móti ekki ritað í samræmi við ritreglur íslensks máls, meðal annars af því að bókstafurinn w sé ekki í íslenska stafrófinu. Þannig sé aðeins hægt að samþykkja nafnið að hefð sé fyrir því.

Mannanafnanefnd segir að við túlkun hennar á hefð í 5. og 6. gr. laga um mannanöfn sé nú stuðst við vinnulagsreglur sem nefndin uppfærði síðast á fundi 22. mars 2022 og eru byggðar á greinargerð með frumvarpi að mannanafnalögum, eldri vinnulagsreglum, dómaframkvæmd og sjónarmiðum sem fjallað er um í fundargerð:

Í fyrstu grein vinnulagsreglanna er fjallað um hefð fyrir nöfnum í íslensku máli.

Nafn telst hafa unnið sér hefð í íslensku máli ef það fullnægir einhverju eftirfarandi skilyrða:

Það er nú borið af a.m.k. 15 Íslendingum.

Það er nú borið af 10–14 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 30 ára aldri.

Það er nú borið af 5–9 Íslendingum og hinn elsti þeirra hefur náð a.m.k. 60 ára aldri.

Það er nú borið af 1–4 Íslendingum og kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr).

Það er nú ekki borið af neinum Íslendingi en kemur þegar fyrir í manntalinu 1920 (eða fyrr) og hefð þess hefur ekki rofnað. Hefð nafns telst rofin ef það hefur ekki verið borið af Íslendingi undanfarin 70 ár.

Einn Íslendingur beri nú nafnið

Í vinnulagsreglunum er einnig kveðið á um að með Íslendingum á mannanafnanefnd við þá sem öðlast hafa íslenskan ríkisborgararétt án umsóknar og eiga eða hafa átt lögheimili á Íslandi.

Í þriðju grein reglanna er tekið fram að hefð geti verið fyrir nafni, þó að það komi ekki fyrir í manntölum, ef það hefur unnið sér menningarhelgi. Nafn teljist hafa unnið sér menningarhelgi komi það fyrir í alkunnum ritum, frumsömdum og þýddum, í nafnmynd sem ekki brýtur í bág við íslenskt málkerfi.

Í fjórðu grein vinnulagsreglanna segir að þrátt fyrir að ekki sé hefð fyrir tökunafni á grundvelli fyrstu þriggja greinanna sé heimild til að taka það upp í íslensku máli teljist ritháttur þess hefðbundinn og sé það ritað með bókstöfum íslenska nútímastafrófsins eða bókstöfunum c, q, w og z. Ritháttur teljist hefðbundinn ef hann er gjaldgengur í veitimáli þ.e.a.s. tungumáli sem orð í íslensku geta átt rætur sínar í.

Í úrskurðinum segir að lokum að samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands beri ein stúlka nafnið Winter í þjóðskrá sem uppfylli skilyrði vinnulagsreglanna varðandi hefð. Nafnið kemur hins vegar ekki fyrir í manntölum fram til 1920 sem er skilyrði fyrir því, samkvæmt vinnulagsreglunum, að hefð teljist fyrir nafninu þegar 1-4 Íslendingar bera það.

Aftur á móti segir í úrskurðinum að Winter sé tökunafn, þekkt víða erlendis, m.a. í Þýskalandi og enskumælandi löndum, og sé það samþykkt vegna hefðar á grundvelli fjórðu greinar vinnulagsreglanna.

Með þessum úrskurði er því eiginnafnið Winter samþykkt og það fært á mannanafnaskrá.

Þess ber einnig að geta að í gær úrskurðaði Mannanafnanefnd einnig að kvenmannsnöfnin Brynylfa og Bábó skyldu samþykkt og færð á mannanafnaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund