Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í heimahúsi í Bátavogi laugardaginn 23. september. Málið er rannsakað sem morð, en lögregla segist geta fullyrt að um manndráp var að ræða, en Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfesti þetta í samtali við DV fyrr í dag.
Kona á fimmtugsaldri hefur setið í gæsluvarðhaldi síðar, en hún og maðurinn voru sambúðarfólk. RÚV greinir frá því að hinn látni hafi verið með áverka á hálsi og töluverða áverka á kynfærum. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvert banameinið var.
Þó hefur verið staðfest að smáhundur hafi fundist dauður í íbúðinni og mun lögregla nú kanna hvort og þá hvernig hundurinn tengist málinu. Gæsluvarðhald yfir konunni rennur út á morgun og kemur þá í ljós hvort lögregla fari fram á framlengingu þess. Konan var til að byrja með í einangrun en losnaði úr henni á föstudag. Hún er með nokkra dóma á bakinu, meðal annars fíkniefnabrota. Hún var borin út af heimili sínu fyrir nokkrum misserum í kjölfar nágrannadeilna og hefur nokkuð fjallað um það á samfélagsmiðlum, en hún telur sig hafa verið beitta órétti.