fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Morðið í Bátavogi – Áverkar á hálsi og kynfærum hins látna og dauður smáhundur fannst á vettvangi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. október 2023 18:10

Mynd: logreglan.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í heimahúsi í Bátavogi laugardaginn 23. september. Málið er rannsakað sem morð, en lögregla segist geta fullyrt að um manndráp var að ræða, en Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfesti þetta í samtali við DV fyrr í dag.

Kona á fimmtugsaldri hefur setið í gæsluvarðhaldi síðar, en hún og maðurinn voru sambúðarfólk.  RÚV greinir frá því að hinn látni hafi verið með áverka á hálsi og töluverða áverka á kynfærum. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvert banameinið var.

Þó hefur verið staðfest að smáhundur hafi fundist dauður í íbúðinni og mun lögregla nú kanna hvort og þá hvernig hundurinn tengist málinu. Gæsluvarðhald yfir konunni rennur út á morgun og kemur þá í ljós hvort lögregla fari fram á framlengingu þess. Konan var til að byrja með í einangrun en losnaði úr henni á föstudag. Hún er með nokkra dóma á bakinu, meðal annars fíkniefnabrota. Hún var borin út af heimili sínu fyrir nokkrum misserum í kjölfar nágrannadeilna og hefur nokkuð fjallað um það á samfélagsmiðlum, en hún telur sig hafa verið beitta órétti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur
Fréttir
Í gær

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hættustigi lýst yfir á öllu landinu

Hættustigi lýst yfir á öllu landinu