Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu.
Þar kemur fram að boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október.
Bólusett verður samtímis við inflúensu og Covid-19 á öllum heilsugæslustöðvum. Hægt verður að velja um að fá annað hvort eða bæði bóluefnin í sömu heimsókn. Ef ástæða þykir til er hægt að fá bólusetningu við Covid-19 strax, en bóluefni við inflúensu verður ekki tilbúið fyrr en 18. október.
Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við Covid-19:
Nauðsynlegt er að bóka bólusetningu á heilsugæslustöðvum. Hægt er að bóka á tvo mismunandi vegu:
Bólusetning við Covid-19 og inflúensu er fólki í forgangshópum að kostnaðarlausu. Eins og áður eru þau sem koma til að fá bólusetningu minnt á að koma í stuttermabol.