fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Mörg hundruð ökumenn óku of hratt við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. október 2023 14:58

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að þegar grunnskólar í umdæmi embættisins hefji göngu sína á nýjan leik eftir sumarleyfi sé lögreglan þar jafnan við  umferðareftirlit og svo hafi einnig verið í ár. Sérstakur myndavélabíll embættisins hafi mælt hraða ökutækja við á fjórða tug grunnskóla, eða í næsta nágrenni þeirra, einna helst við gönguleiðir skólabarna víða í umdæminu í bæði ágúst og september síðast liðnum.

Við þessar hraðamælingar hafi um 750 ökumenn verið staðnir að hraðakstri í og við grunnskólana og hafi verið sektaðir fyrir vikið. Í tilkynningunni segir enn fremur að í grófasta tilvikinu hafi verið um ræða bifreið, sem var ekið á 84 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Ökumaður hennar eigi yfir höfði sér ákæru.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna ökumenn, enn og aftur, á að aka varlega, ekki síst í námunda við skóla enda margir þar á ferli, meðal annars nýir vegfarendur sem hófu skólagöngu í sumarlok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt