fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Lögmaður Alexanders Mána: „Ég á bágt með að skilja hvernig einn maður á að hafa valdið 28 stungum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. október 2023 09:59

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu heldur áfram Gullhömrum i Grafarvogi í dag en málið var þar í gangi alla síðustu viku. Einn helsti sakborningurinn í málinu, af alls 25, Alexander Máni Björnsson, er sakaður um tilraun til mannsdráps með því að hafa stungið þrjá menn. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki þann þriðja. Sjálfur man hann ekki eftir atburðum kvöldsins.

Verjandi hans, Ómar R. Valdimarsson, telur að aðalmeðferð hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig en furðar sig á einu atriði í málinu: „Ég á nokkuð bágt með að skilja hvernig einn maður á að hafa valdið 28 stungum þetta kvöld. Lögregla metur að 28 göt eftir egghvöss áhöld hafi fundist á fantað brotaþola. Það hefur enginn reynt að útskýra hvernig þau göt mynduðust öll.“

Í ákæru er Alexander Máni ákærður fyrir að hafa veist að þremur mönnum vopnaður hnífi í kjallara skemmtistaðarins Bankastræti Club í Bankastræti fimmtudagskvöldið 17. nóvember  2022, eða eins og segir í ákæru:

„veist að þeim öllum með hnífi, og stungið A tvisvar sinnum í hægri axlarvöðva, tvisvar sinnum í hægri brjóstkassa, tvisvar sinnum í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg, stungið B einu sinni í vinstri síðu, og stungið C einu sinni í hægri framhandlegg og einu sinni í hægra læri.“

Af árásinni hlutust eftirfarandi afleiðingar eins og segir í ákæru:

  1. A hlaut tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stungusár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi.
  2. B hlaut sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 mm langa rifu neðst í milta og lítilsháttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti.
  3. C hlaut 4-5 sm skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæðablæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði.

Fórnarlömbin dvöldust á spítala í 4-5 daga eftir árásina. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði Alexander Máni að hafa stungið alla þrjá mennina, við þingfestingu málsins breytti hann framburði sínum og sagðist hafa stungið John Sebastian og þriðja manninn, sem ekki hefur verið nafngreindur opinberlega. Sagði hann fyrir dómi að myndavélar á skemmtistaðnum sýndu að hann gæti ekki hafa stungið Lúkas Geir.

„Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“ 

Sjá einnig: Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri