Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu heldur áfram Gullhömrum i Grafarvogi í dag en málið var þar í gangi alla síðustu viku. Einn helsti sakborningurinn í málinu, af alls 25, Alexander Máni Björnsson, er sakaður um tilraun til mannsdráps með því að hafa stungið þrjá menn. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki þann þriðja. Sjálfur man hann ekki eftir atburðum kvöldsins.
Verjandi hans, Ómar R. Valdimarsson, telur að aðalmeðferð hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig en furðar sig á einu atriði í málinu: „Ég á nokkuð bágt með að skilja hvernig einn maður á að hafa valdið 28 stungum þetta kvöld. Lögregla metur að 28 göt eftir egghvöss áhöld hafi fundist á fantað brotaþola. Það hefur enginn reynt að útskýra hvernig þau göt mynduðust öll.“
Í ákæru er Alexander Máni ákærður fyrir að hafa veist að þremur mönnum vopnaður hnífi í kjallara skemmtistaðarins Bankastræti Club í Bankastræti fimmtudagskvöldið 17. nóvember 2022, eða eins og segir í ákæru:
„veist að þeim öllum með hnífi, og stungið A tvisvar sinnum í hægri axlarvöðva, tvisvar sinnum í hægri brjóstkassa, tvisvar sinnum í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg, stungið B einu sinni í vinstri síðu, og stungið C einu sinni í hægri framhandlegg og einu sinni í hægra læri.“
Af árásinni hlutust eftirfarandi afleiðingar eins og segir í ákæru:
Fórnarlömbin dvöldust á spítala í 4-5 daga eftir árásina. Við skýrslutöku hjá lögreglu játaði Alexander Máni að hafa stungið alla þrjá mennina, við þingfestingu málsins breytti hann framburði sínum og sagðist hafa stungið John Sebastian og þriðja manninn, sem ekki hefur verið nafngreindur opinberlega. Sagði hann fyrir dómi að myndavélar á skemmtistaðnum sýndu að hann gæti ekki hafa stungið Lúkas Geir.
„Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“