fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Úkraínumenn segjast hafa fellt og sært 500 Rússa í einni árás

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 05:47

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn segist hafa fellt og sært um 500 rússneska hermenn í árás á bráðabirgðabækistöð rússneska hersins í bænum Chulakivka, sem er í þeim hluta Kherson-héraðs sem Rússar hafa á sínu valdi, á gamlársdag.

CNN skýrir frá þessu.  Ef þetta er rétt þá var gamlársdagur mjög blóðugur fyrir Rússa því áður hefur komið fram að Úkraínumenn gerðu flugskeytaárás á bækistöð þeirra í Makiivka um það leyti sem nýja árið gekk í garð. Segja Úkraínumenn að um 400 rússneskir hermenn hafi fallið í þeirri árás og um 300 særst. Rússar hafa viðurkennt að 89 hermenn hafi fallið.

Óvenjuleg játning rússneskra yfirvalda – Mikil reiði í Rússlandi

„Óvinurinn heldur áfram að missa hermenn. Það er staðfest að á gamlársdag hæfðu úkraínskar hersveitir höfuðstöðvar og birgðageymslu óvinarins nærri Chulakivka í Kherson-héraði,“ segir í tilkynningu frá úkraínsku herstjórninni.

CNN hefur eftir talskonu úkraínska hersins í suðurhluta Úkraínu að árás hafi verið gerð á höfuðstöðvarnar og að fleiri slíkar árásir verði gerðar. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin