fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Segir að Rússar hyggi á nýja herkvaðningu til að „snúa gangi stríðsins“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 11:00

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar eru að undirbúa frekari herkvaðningu til að geta hafið stórsókn. Skiptir þar engu að gagnrýni rignir yfir rússneska ráðamenn eftir að Úkraínumenn felldu að eigin sögn mörg hundruð hermenn á gamlársdag og gamlárskvöld í árásum á bækistöðvar Rússa í Úkraínu.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að engin vafi leiki á því í hugum Úkraínumanna að núverandi ráðamenn í Rússlandi muni tefla öllu því sem þeir eiga eftir fram á vígvellinum til að reyna að snúa gangi stríðsins sér í vil og í það minnsta seinka yfirvofandi ósigri.

Úkraínumenn hafa haldið því fram vikum saman að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé að undirbúa nýja herkvaðningu og lokun landamæra til að koma í veg fyrir að karlmenn geti flúið úr landi til að komast hjá herkvaðningu.

Rússnesk yfirvöld hafa neitað þessu fréttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi