fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Segir að Úkraínumenn verði að vera fyrri til

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 08:00

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Úkraínumenn ætla að hefja sókn gegn rússneska hernum í Úkraínu verða þeir að hefja hana áður en vorið kemur.

Per Erik Solli, sérfræðingur í varnarmálum ræddi um stöðu stríðsins við Norska ríkisútvarpið, NRK, og sagði að nú sé það í millistigsfasa þar sem lítið gerist í raun. Á nokkrum stöðum hafi stríðsaðilar náð að sækja smávegis fram en það séu árásir Rússa á innviði sem séu mest áberandi.

Hann sagði að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri á vígvellinum á síðasta ári en seint í haust hafi  sókn þeirra stöðvast.

Hann sagðist reikna með meiri hreyfingu á vígvelinum þegar vorið nálgast en nákvæmlega hvenær sé erfitt að spá fyrir um.

Hann sagði að á meðan kyrrstaða ríki á vígvellinum þá fái Úkraínumenn tíma til að fá ný vopn frá Vesturlöndum og þjálfa hermenn sína.

Hvað varðar næstu skref sagðist hann telja að Úkraínumenn muni hefja sókn á einhverjum tímapunkti og það besta sem þeir geti gert sé að gera öfugt við það sem Rússar reikni með. Markmiðið sé að koma á óvart.

Tormod Heier, prófessor við norska varnarmálaskólann, sagði að ef Úkraínumenn vilja hefja sókn sé best að hefja hana á meðan það er enn kalt og mikilvægt sé að þeir verði á undan Rússum að hefja sókn. „Svæðin eru stór og opin. Þegar þau frjósa er auðveldara að nota ökutæki með belti og fara um þessi svæði en þegar fer að þiðna að vori“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Í gær

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“