fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Stoltenberg hvetur Suður-Kóreu til að heimila beina vopnasölu til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 09:00

Jens Stoltenberg er framkvæmdastjóri NATO. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, flutti ræðu hjá Chey Institute for Advanced Studies í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Hann hvatti Suður-Kóreu til að endurskoða þá reglu sína að ekki megi selja vopn til ríkja sem eiga í stríði. Hann vill að þetta verði endurskoðað svo Suður-Kórea geti hjálpað til við að útvega Úkraínu vopn til að verjast innrás Rússa.

CNN skýrir frá þessu og segir að Stoltenberg hafi látið þessi ummæli falla þegar hann sat fyrir svörum eftir að hann hafði flutt ræðu sína.

Hann benti á að nokkur aðildarríki NATO hafi þá stefnu að aldrei megi flytja vopn til ríkja sem eiga í stríði en þau hafi breytt þessari stefnu sinni núna. Hann nefndi Þýskaland og Noreg í þessu sambandi og einnig umsóknarríkið Svíþjóð.

„Í kjölfar grimmdarlegrar innrásar í Úkraínu breyttu þessi ríki stefnu sinni því þau áttuðu sig á að þegar þú stendur frammi fyrir grimmdarlegri innrás þar sem stórveldi, Rússland, ræðst á annað ríki á óskammfeilinn hátt og við höfum séð í Úkraínu, ef við trúum á frelsi, ef við trúum á lýðræði, ef við viljum ekki að einræði og harðstjórn sigri, að þá þarf vopn til,“ sagði hann.

Þjóðverjar og Bandaríkjamenn tilkynntu nýlega að þeir muni senda skriðdreka til Úkraínu og fleiri þjóðir hafa einnig heitið að senda fullkomna skriðdreka þangað. Sumir sérfræðingar hafa bent á að suðurkóresku K2 Panther skriðdrekarnir myndu koma að gagni fyrir Úkraínu, þeir séu mjög fullkomnir og ekki ósvipaðir Leopard og Abrams skriðdrekunum hvað varðar getu.

En samkvæmt forsetatilskipun þá má ekki selja vopn eða flytja til ríkja sem eiga í stríði. En þetta þýðir ekki að suðurkóreski vopnaiðnaðurinn komi ekki við sögu í stríðinu í Úkraínu. Í desember hafði CNN eftir bandarískum embættismönnum að Bandaríkjastjórn hygðist kaupa 100.000 fallbyssuskot fyrir úkraínska herinn í Suður-Kóreu. Skotin verða flutt til Úkraínu í gegnum Bandaríkin en með því geta suðurkóresk yfirvöld sagt að þau hafi ekki sent vopn til lands sem á í stríði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás