fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Boris Johnson segir að Pútín hafi hótað honum símleiðis

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 08:00

Pútín hafði að sögn í hótunum við Boris Johnson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri heimildarmynd frá BBC segir Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi hótað að skjóta flugskeyti á hann.

Segir Johnson að Pútín hafi hótað þessu í símtali þeirra skömmu áður en Pútín skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar á síðasta ári.

„Hann ógnaði mér á ákveðinn hátt á einum tímapunkti og sagði: „Boris, ég vil ekki meiða þig en með flugskeyti tekur það bara nokkrar mínútur“. Eða eitthvað í þessa áttina,“ segir Johnson í heimildarmyndinni.

Hann var forsætisráðherra Bretlands þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Í samvinnu við stærsta hluta vestrænna ríkja stóð hann fyrir innleiðingu fjölda refsiaðgerða gegn Pútín og Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skáksnillingurinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky látinn

Skáksnillingurinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky látinn
Fréttir
Í gær

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 

Grímur opnar sig um persónulega reynslu sem barn í kerfinu – „Ég sagði aldrei neitt enda var enginn að hlusta“ 
Fréttir
Í gær

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki