fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Boris Johnson segir að Pútín hafi hótað honum símleiðis

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 08:00

Pútín hafði að sögn í hótunum við Boris Johnson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri heimildarmynd frá BBC segir Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafi hótað að skjóta flugskeyti á hann.

Segir Johnson að Pútín hafi hótað þessu í símtali þeirra skömmu áður en Pútín skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar á síðasta ári.

„Hann ógnaði mér á ákveðinn hátt á einum tímapunkti og sagði: „Boris, ég vil ekki meiða þig en með flugskeyti tekur það bara nokkrar mínútur“. Eða eitthvað í þessa áttina,“ segir Johnson í heimildarmyndinni.

Hann var forsætisráðherra Bretlands þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Í samvinnu við stærsta hluta vestrænna ríkja stóð hann fyrir innleiðingu fjölda refsiaðgerða gegn Pútín og Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu