The Guardian segir að yfirstjórn úkraínska hersins hafi sagt að allt að 400 rússneskir hermenn hafi fallið í árásinni og að um 300 hermenn hafi særst.
Makiivka er í þeim hluta Donetsk sem Rússar hafa á sínu valdi. Leppstjórn Rússa í héraðinu sagði á sunnudaginn að árás hefði verið gerð á bækistöðvarnar og að manntjón hefði orðið en tjáði sig ekki um þær tölur sem Úkraínumenn settu fram.
Daniil Bezsonvon, embættismaður hjá leppstjórn Rússa, sagði að úkraínskt flugskeyti hafi hæft bygginguna þegar tvær mínútur voru liðnar af nýja árinu. Hann sagði að HIMARS-flugskeytum hafi verið skotið á bygginguna.
The Guardian segir að margir þekktir rússneskir herbloggarar og álitsgjafar hafi viðurkennt að árásin hafi verið gerð og gefið í skyn að mörg hundruð hermenn hafi fallið í henni.