Þetta var engin tilviljun eftir því sem Pavel M. Baev, rússneskur sérfræðingur sem starfar hjá norsku friðarrannsóknarstofnuninni PRIO, segir.
„Þetta er mjög sérstakt. Klikkuð mynd og ekki það sem margir Rússar vildu heyra. Allar kringumstæður voru undarlegar. Pútín hefur þörf fyrir fulla herkvaðningu en um leið lætur hans og lífið haldi áfram eins og venjulega. Að partíið gangi eins og það á að ganga,“ sagði Baev í samtali við Dagbladet.
Hann sagði það vera sitt mat að Pútín hafi ekki tekist að selja Rússum sína útgáfu um af hverju hann taldi nauðsynlegt að fara í stríð við Úkraínu. „Lífið getur ekki haldið áfram á eðlilegan hátt. Stríð er stríð og þversögnin er að Pútín er fastur í stríðinu sem hann hóf sjálfur. Hann á enga leið út. Ég held að hann sé að leita að kraftaverki en hann sekkur dýpra og dýpra í hringiðu stríðs,“ sagði Baev.
Um áramótin 2021/22 flutti Pútín nýársávarpið glaður og með ánægjulegan boðskap. En bjartsýni og gleði var ekki ríkjandi að þessu sinni.
Þema ávarpsins var tvískinnungur Vesturlanda og hræsni. Einnig ræddi Pútín um Rússland sem hetjuna og Úkraínu og Vesturlönd sem illmennin.
„Árum saman hefur hin hræsnisfulla vestræna elíta fullvissað okkur um að hún hefði aðeins frið í hyggju . . . En í raun hefur hún stutt nýnasistana á alla hugsanlega vegu. Að verja móðurland okkar er heilög skylda okkar, sem við skuldum forfeðrum okkar og afkomendum,“ sagði hann meðal annars.