fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Rússneskur sérfræðingur segir nýársávarp Pútíns „klikkaða mynd“ – „Hann á enga útleið“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. janúar 2023 05:44

Vladímír Pútín þegar hann flutti nýársávarp sitt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, flutti nýársávarp sitt í sjónvarpi horfði hann stíft í myndavélina og var alvarlegur á svip. Það var kannski ekki þetta sem vakti mesta athygli, heldur að hann stóð fyrir framan hóp karla og kvenna, sem voru í einkennisfatnaði hersins, í stað þess að vera með Kreml í bakgrunni eins og venjulega þegar hann flytur nýársávarpið.

Þetta var engin tilviljun eftir því sem Pavel M. Baev, rússneskur sérfræðingur sem starfar hjá norsku friðarrannsóknarstofnuninni PRIO, segir.

„Þetta er mjög sérstakt. Klikkuð mynd og ekki það sem margir Rússar vildu heyra. Allar kringumstæður voru undarlegar. Pútín hefur þörf fyrir fulla herkvaðningu en um leið lætur hans og lífið haldi áfram eins og venjulega. Að partíið gangi eins og það á að ganga,“ sagði Baev í samtali við Dagbladet.

Hann sagði það vera sitt mat að Pútín hafi ekki tekist að selja Rússum sína útgáfu um af hverju hann taldi nauðsynlegt að fara í stríð við Úkraínu. „Lífið getur ekki haldið áfram á eðlilegan hátt. Stríð er stríð og þversögnin er að Pútín er fastur í stríðinu sem hann hóf sjálfur. Hann á enga leið út. Ég held að hann sé að leita að kraftaverki en hann sekkur dýpra og dýpra í hringiðu stríðs,“ sagði Baev.

Um áramótin 2021/22 flutti Pútín nýársávarpið glaður og með ánægjulegan boðskap. En bjartsýni og gleði var ekki ríkjandi að þessu sinni.

Þema ávarpsins var tvískinnungur Vesturlanda og hræsni. Einnig ræddi Pútín um Rússland sem hetjuna og Úkraínu og Vesturlönd sem illmennin.

„Árum saman hefur hin hræsnisfulla vestræna elíta fullvissað okkur um að hún hefði aðeins frið í hyggju . . . En í raun hefur hún stutt nýnasistana á alla hugsanlega vegu. Að verja móðurland okkar er heilög skylda okkar, sem við skuldum forfeðrum okkar og afkomendum,“ sagði hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“
Fréttir
Í gær

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“
Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið