fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 08:01

Rússnesku málaliðarnir eru margir hverjir sóttir í fangelsi landsins. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrstu refsifangarnir, sem gengu til liðs við rússneska málaliðafyrirtækið Wagner Group, hafa nú lokið sex mánaða starfi fyrir fyrirtækið á vígvellinum í Úkraínu og geta því snúið heim aftur með sakaruppgjöf í farteskinu.

En það eru ekki allir hrifnir af heimkomu þeirra því margir þeirra voru dæmdir fyrir morð, nauðganir og ofbeldisglæpi.

Að undanförnu hafa margir rússneskir foreldrar fengið dularfull símtöl frá manni sem segist starfa hjá lögreglunni og heita Solovyov. Biður hann foreldrana um að vera á varðbergi því hættulegir fangar, sem fengu sakaruppgjöf gegn því að ganga til liðs við Wagner, séu að snúa heim. Þetta séu morðingjar, nauðgarar og barnaníðingar. Daily Star skýrir frá þessu.

Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner Group, hefur staðfest að fyrstu fangarnir hafi nú snúið heim sem frjálsir menn.

Alexei Shichkov sagði í samtali við Agentstvo fréttastofuna að maðurinn hafi spurt hvort hann ætti börn. „Ég svaraði að við værum ekki í Rússlandi. Hann hélt áfram og sagði að í tengslum við stríðið hafi fangar úr Wagner fengið sakaruppgjöf og sé nú frjálsir. Hann sagði að það væri hættulegt að leyfa börnum að vera úti eftir klukkan 19 og kvaddi,“ sagði hann.

Annar Moskvubúi fékk svipað símtal og var varaður við því að Wagnerliðar væru að snúa aftur til Moskvu.

Prigozhin hefur haldið því fram að það að ganga til liðs við Wagner hafi veitt mörgum föngum tækifæri á að gera upp fortíð sína og komast út í samfélagið á nýjan leik. Hann hefur farið fram á að ný lög verði sett sem kveði á um allt að fimm ára fangelsi yfir þeim sem birta „neikvæðar upplýsingar“ um þá sem berjast sem sjálfboðaliðar í stríðinu í Rússlandi.

Nýlega var birt myndband þar sem Prigozhin sést ávarpa fyrsta hópinn sem losnaði úr þjónustu Wagner og fékk sakaruppgjöf. „Ekki drekka mikið, ekki nota eiturlyf, ekki nauðga konum, ekki lenda í vandræðum,“ sagði hann við þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Í gær

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis