fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Mörg NATO-ríki eru opin fyrir hugmyndinni – „Þetta gæti skipt sköpum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 05:50

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni tóku Þjóðverjar og Bandaríkjamenn loks skrefið til fulls og ákváðu að senda úkraínska hernum Leopard og Abrams skriðdreka. Að auki hafa á annan tug þjóða tilkynnt að þær muni eða séu að íhuga að senda Úkraínumönnum skriðdreka. Nú er næsta umræða um stuðning við Úkraínu kominn í fullan gang, það er umræðan um orustuþotur.

Hollendingar opnuðu nýlega á þennan möguleika og sögðust ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að Úkraínumenn fái F-16 orustuþotur. Fleiri NATO-ríki eru opin fyrir þessari hugmynd og nú hefur einn ein röddin bæst í hóp þeirra sem eru jákvæðir í garð þessarar hugmyndar.

Hún berst frá mikilvægri verksmiðju í Greenville í Bandaríkjunum. Þar er vopnaframleiðandinn Lockhead Martin til húsa og segist reiðubúinn til að aðstoða þá sem vilja láta Úkraínumenn fá F-16 vélar.

„Nú er mikið rætt um að senda þeim F-16 í gegnum þriðja ríki. Við erum að auka framleiðslugetu okkar í verksmiðjunni í Greenville í Suður-Karólínu svo við getum hjálpað nánast öllum þeim ríkjum sem vilja aðstoða Úkraínu í stríðinu,“ sagði Frank St. John, varaforstjóri Lockhead Martin, í samtali við Financial Times.

Það að láta Úkraínumenn fá orustuþotur þýðir að Vesturlönd fara yfir hina rauðu línu sem Pútín hefur dregið varðandi stuðning Vesturlanda við Úkraínu. En rétt er að hafa í huga að Vesturlönd hafa margoft farið yfir þessa rauðu línu og hún hefur færst sífellt aftar þegar kemur að vopnasendingum til Úkraínu.

Í vor náði rauða línan yfir HIMARS-flugskeytakerfið, síðan voru það skriðdrekarnir.

Nú snýst umræðan um hvort það sé nauðsynlegt fyrir Úkraínumenn að fá orustuþotur til að geta sigrað í stríðinu eða hvort það sé óþarfa ögrun við Rússland.

Petro Poroshenko, fyrrum forseti Úkraínu, fagnar ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til úkraínska hersins en leggur áherslu á að það dugi ekki eitt og sér. „Það sem gæti skipt sköpum eru orustuþotur. Þær gætu skipt öllu máli. Við verðum nú þegar að hefjast handa við þjálfun úkraínskra flugmanna, svo við séum tilbúin ef við fáum flugvélar,“ sagði hann í samtali við Euronews.

Pólland og Eystrasaltsríkin hafa lengi talað fyrir því að Vesturlönd hætti að tipla á tánum í kringum Rússland. Í upphafi stríðs buðust Pólverjar til að senda úkraínska hernum MIG-29 þotur sínar, sem eru frá tíma Sovétríkjanna, gegn því að fá F-16 frá Bandaríkjunum. Þá töldu Bandaríkjamenn það vera of mikla ögrun í garð Pútíns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt