Kolbrún Bergþórsdóttir rithöfundur, blaðamaður og bókagagnrýnandi mun hefja störf á Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 1. febrúar. Kolbrún starfaði á Morgunblaðinu árin 2008 – 2014. Smartland greinir frá.
Kolbrún hefur starfað í blaðamennsku í 25 ár en hún var síðast menningarritstjóri Fréttablaðsins. Þar áður var hún einn ritstjóra DV. Kolbrún hefur einnig verið bókagagnrýnandi í Kiljunni hjá Agli Helgasyni.