fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Segir Vesturlöndum að undirbúa sig undir stigmögnun frá Pútín – Gæti gripið til kjarnorkuvopna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 07:54

Breskur Challenger 2 skriðdreki en Úkraínumenn fá nokkra slíka. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákvörðun Þjóðverja um að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu og heimila öðrum ríkjum að gera hið sama getur haft mikil áhrif á gang stríðsins. Bretar hafa einnig ákveðið að senda Challenger skriðdreka til Úkraínu og Bandaríkjamenn ætla að senda Abrams M1 skriðdreka.

Jacob Kaarsbo, sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa, sagði í samtali við TV2 að ákvörðun Þjóðverja geti haft mikil áhrif á gang stríðsins. „Blekið er ekki þornað en ég held að þetta sé rétt í þetta sinn. Þjóðverjar hafa verið undir gríðarlegum þrýstingi síðustu vikur,“ sagði hann.

Þýsk stjórnvöld hafa ekki staðfest opinberlega að þau ætli að senda Leopard skriðdreka til Úkraínu en stórir þýskir fjölmiðlar og erlendar fréttaveitur á borð við Reuters hafa heimildir fyrir því að ákvörðunin hafi verið tekin. Politico segir að tilkynnt verði um þetta formlega klukkan 12 í dag, að íslenskum tíma, í þýska þinginu.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, sagði í samtali við TV2 að Vesturlönd verði að vera undir það búið að Pútín teygi sig upp í efstu hillu vopnabúrsins og sæki kjarnorkuvopn.

Hann sagðist telja að hætta sé á að átökin stigmagnist í ljósi frétta af því að Þjóðverjar ætli að heimila að Leopard 2 skriðdrekar verði sendir til Úkraínu og í ljósi þess að fleiri ríki tali um enn frekari sendingar á þungavopnum til Úkraínu. Einnig má nefna að í síðustu viku opnuðu Hollendingar á umræðuna um að Úkraínumenn fái F-16 orustuþotur frá Vesturlöndum.

„Við verðum að hafa sviðsmynd sem býr okkur undir að Rússland stigmagni átökin á mismunandi hátt, þar á meðal með notkun kjarnorkuvopna,“ sagði Splidsboel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“