fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fyrrum toppdiplómat Pútíns varar Vesturlönd við úr útlegðinni – Búið ykkur undir hernaðarátök

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 05:40

Pútín Rússlandsforseti. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Bondarev var áður einn af helstu rússnesku diplómötunum. En ólíkt þeim flestum þá lét hann óánægju sína í ljós þegar Vladímír Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Bondarev hætti og sótti um hæli í Sviss. Þar býr hann nú á leynilegum stað en það kemur ekki í veg fyrir að hann tjái sig um stríðið.

TV2 segir að hann telji sjálfan sig ekki vera liðhlaupa því hann hafi ekki skipt um lið og starfi heldur ekki fyrir annað ríki. Hann hafi aðeins sagt upp í vinnunni.

Það að hann lítur ekki á sig sem liðhlaupa á rætur að rekja til þess að hann veit hvernig Pútín og stjórn hans líta á liðhlaupa. Ófáir slíkir hafa týnt lífi í gegnum árin við dularfullar kringumstæður.

Hann skrifar greinar og notar Twitter til að vinna gegn Pútín og stjórn hans og segir að Pútín og stjórnin séu spillt. „Ég vil ekki taka þátt í þessu brjálæði. Ég þarf ekki að láta sem ég styðji eða finnist í lagi að það sé í lagi að tala fyrir árásarstríði,“ segir hann.

„Nú er miklu auðveldara fyrir mig að fylgjast með stríðinu, fylgjast með hvað er að gerast og hafa skoðun á því. Á því sem er að gerast í raun og veru.“

Hann segir að Pútín líti ekki bara á Úkraínu sem óvin, hann líti einnig á þau ríki sem styðja Úkraínu, þá sérstaklega Bandaríkin, sem óvini.

Af þeim sökum telji hann að þau vestrænu ríki, sem styðja Úkraínu, eigi að vera undir það búin að til hernaðarátaka komi við Rússland og hann hvetur Vesturlönd því til að veita Úkraínu eins mikinn stuðning og þau geta.

B.T. hefur eftir Niels Bo Poulsen, hjá danska varnarmálaskólanum, að rétt sé að Pútín geti dottið í hug að efna til átaka í löndum sem styðja Úkraínu. „Ef NATO-ríki á borð við Pólland gefur Úkraínu stóran hluta af vopnum sínum, þá á Rússland mun auðveldara með að efna til átaka í Póllandi,“ sagði hann og bætti við að það þjóni því hagsmunum Vesturlanda að styðja Úkraínu við að verja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“