Tæplega fertugur Vestmannaeyingur hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni.
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa hótað tveimur lögreglumönnum líkamsmeiðingum auk þess sem ákærði hótaði börnum annars þeirra lífláti og líkamsmeiðingum. Atvikið átti sér stað í fangageymslu á lögreglustöðinni að Hörðuvöllum 1, Selfossi, í byrjun desember 2021.
Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Suðurlands þann 25. janúar.