fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Flótti Wagnerliða til Noregs vekur athygli – „Engum öðrum hefur tekist þetta að vetrarlagi“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. janúar 2023 21:00

Andrei Medvedev. Mynd:Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gaddavírsgirðing, viðvörunarkerfi, myndavélar, næturmyndavélar og fjöldi landamæravarða. Þetta er það sem Andrei Medvedev þurfti að takast á við þegar hann flúði frá Rússlandi til Noregs.

Það vakti mikla athygli þegar þessi 26 ára Rússi birtist skyndilega í Norður-Noregi fyrir um 10 dögum og sótti um hæli. Hann sagðist hafa verið meðlimur í hinum illræmda málaliðahópi Wagner og hafi barist með honum í Úkraínu. Þar sagðist hann hafa orðið vitni að stríðsglæpum og óttaðist að sögn að vera neyddur til að fremja stríðsglæpi. Af þeim sökum hafi hann ákveðið að flýja frá Úkraínu og síðan frá Rússlandi.

Hann segir að rússneskir landamæraverðir hafi sigað hundum á hann og skotið á hann þegar hann flúði frá rússneska bænum Nikel. Hann þurfti síðan að fara yfir ána Pasvikelva sem var ísilögð.

TV2 hefur eftir norskum sérfræðingum að það sé nánast ómögulegt að komast á milli landanna á þeim stað sem Medvedev fór yfir. „Ég veit ekki til þess að neinum hafi tekist þetta að vetrarlagi á síðari tímum,“ sagði Thomas Nilsen, ritstjóri The Independent Barents Observer.

Landamærasvæðið frá Múrmansk og að norska bænum Kirkenes er um 32 kílómetrar og vel vaktað.

Þeir sem ekki búa á svæðinu eða eru með dvalarleyfi þar birtast á eftirlitskerfum landamæravarða þegar farsímar þeirra koma inn á svæðið.

Íbúar á svæðinu ræða nú mikið um hvernig Medvedev hafi tekist að komast yfir gaddavírsgirðingu og í gegnum lítinn skóg áður en hann kom að Pasvikelva. Svæðið, þar sem hann fór yfir landamærin, er mjög opið og áin er breiðust þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Í gær

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis