Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háleitisbraut. RÚV greinir frá þessu en í fréttinni kemur fram að þegar hafi einn hæð, þeirri sjöundu í húsinu, verið lokað enda ætli stjórnendur Landsvirkjunar ekki að taka neina áhættu með heilsu starfsfólks.
Þá kemur fram að niðurstöðu úr ítarlegri rannsókn sé að vænta og að ekki sé talið að myglan muni hafa teljandi áhrif á starfsemina.
„Það greindist fyrst í húsinu við austurhlið og eitthvað við suðurhliðina, svona við innveggina hér. En við erum búin að vera á undanförnum vikum að gera ítarlegri rannsóknir, kortleggja og taka sýni um allt hús. Við erum að fá þessar niðurstöður núna,“ er haft eftir Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar.
Þegar hafi verið leigt skrifstofuhúsnæði út í bæ og hluti starfsmanna færi sig þangað eða vinni heima hjá sér. Málið verði skoðað hratt og vel og að ráðleggingum sérfræðinga fylgt í hvívetna.