fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Mygla í höfuðstöðvum Landsvirkjunar – Loka heilli hæð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. janúar 2023 15:21

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háleitisbraut. RÚV greinir frá þessu en í fréttinni kemur fram að þegar hafi einn hæð, þeirri sjöundu í húsinu, verið lokað enda ætli stjórnendur Landsvirkjunar ekki að taka neina áhættu með heilsu starfsfólks.

Þá kemur fram að niðurstöðu úr ítarlegri rannsókn sé að vænta og að ekki sé talið að myglan muni hafa teljandi áhrif á starfsemina.

„Það greindist fyrst í húsinu við austurhlið og eitthvað við suðurhliðina, svona við innveggina hér. En við erum búin að vera á undanförnum vikum að gera ítarlegri rannsóknir, kortleggja og taka sýni um allt hús. Við erum að fá þessar niðurstöður núna,“ er haft eftir Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar.

Þegar hafi verið leigt skrifstofuhúsnæði út í bæ og hluti starfsmanna færi sig þangað eða vinni heima hjá sér. Málið verði skoðað hratt og vel og að ráðleggingum sérfræðinga fylgt í hvívetna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“