fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Óttast að landið þeirra verði næsta skotmark Pútíns

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 16:40

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í einu minnsta og fátækasta ríki Evrópu hafa landsmenn varann á sér því þeir óttast að landið sé næsta skotmark Pútíns. Þetta er Moldóva sem á landamæri að Úkraínu.

Moldóva fékk stöðu umsóknarríkis að ESB á síðasta ári. Ríkisstjórn landsins er hliðholl Vesturlöndum og hefur áhyggjur af fyrirætlunum Pútíns.

„Spurningin er ekki hvort það verður ný sókn á landsvæði Moldóvu, heldur hvenær það gerist. Verður það í byrjun árs, janúar-febrúar, eða síðar, í mars-apríl?“ sagði Alexandru Musteata, yfirmaður leyniþjónustu landsins, í sjónvarpsviðtali skömmu fyrir jól.

Orðræða Kremlverja að undanförnu hefur heldur ekki verið til þess fallinn að róa taugar Moldóva. Mikhail Galuzin, varautanríkisráðherra Rússlands, sagði um jólin að reynslan hafi sýnt að það styrkja her sinn með vestrænum vopnum eða með fá hersveitir NATO inn á landsvæði sitt hafi ekki aukið öryggi eða tryggt fullveldi.

Um 2,5 milljónir búa í Moldóvu sem hefur áratugum saman átt í deilum við Transnistríu, sem er sjálfsstjórnarsvæði sem Rússar styðja og vernda. Svæðið hefur í raun verið sjálfstætt frá því í byrjun tíundar áratugarins þegar stríð geisaði þar. Áður var það hluti af Moldóvu. Þar er nú rússnesk herstöð og stór skotvopnageymsla Rússa.

Þetta ástand hefur haft mikil áhrif á Moldóvu sem hefur árum saman fylgt varfærinni pólitískri stefnu á milli Kreml og Vesturlanda.

Í forsetakosningum í árslok 2020 sigraði Maia Sandu. Hún er hliðholl Vesturlöndum og endurbótum og frá kjöri hennar hefur Moldóva færst töluvert nær ESB og NATO.

Það að Moldóvar hafa hallað sér sífellt meira að Vesturlöndum hefur farið illa í Kremlverja og meira hefur verið um núning í sambandi Moldóvu og Rússlands.  Frá því síðasta vor hafa Rússar verið með mikla áróðursherferð gegn Moldóvu. Í desember brugðust moldóvsk stjórnvöld við þessu með því að afturkalla útsendingarleyfi sex rússneskumælandi sjónvarpsstöðva.

Allt frá tímum Sovétríkjanna hafa Rússar verið með hermenn í Moldóvu. Nú eru um 1.500 hermenn í Transnistríu og eru þeir sagðir vera friðargæslulið. Þetta er ekki fjölmennt herlið en geta Moldóva til að verja sig er ekki mikil. Um 90% af hergögnum landsins eru frá tímum Sovétríkjanna. Her landsins samanstendur af 6.5000 atvinnuhermönnum auk 2.000 sem gegna herskyldu að sögn Radio Liberty.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“