fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Zelenskyy er ekki viss um að Pútín sé „á lífi“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 05:56

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki að sjá að neinar líkur séu á að friðarviðræður séu mögulegar á milli Rússa og Úkraínumanna. Bæði löndin hafa sett fram ákveðnar kröfur í garð hins ef þau eiga að setjast að samningaborðinu. Hvorugt landið vill verða við þessum kröfum.

En það er einnig önnur hindrun í veginum ef marka má það sem Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, segir. Hann ávarpaði World Economic Forum í Davos í Sviss í gær í gegnum fjarfundabúnað. Þar var hann spurður um hvernig útlitið væri fyrir friðarviðræður. Hann sagði að hann viti ekki hvern hann eigi að ræða við í Rússlandi um frið því hann „sé ekki viss um“ að Pútín sé enn á lífi.

„Ég veit ekki alveg hvern ég á að tala við og um hvað. Ég er ekki viss um að rússneski forsetin, sem birtist stundum fyrir framan grænan skjá, sé í raun sá rétti,“ sagði Zelenskyy og gaf þannig í skyn að Rússar notist við tvífara Pútíns.

„Ég veit ekki hvort hann er á lífi og hvort það er hann sem tekur ákvarðanirnar eða hvaða hópur tekur ákvarðanirnar núna. Þær upplýsingar hef ég ekki,“ sagði hann.

En það er ekkert sem bendir til að Pútín sé ekki lengur á meðal vor. Margir orðrómar hafa verið á kreiki um það frá upphafi stríðsins en ekkert hefur komið fram sem sannar það og hann skýtur upp kollinum öðru hverju. Því hefur verið haldið fram að notast sé við tvífara hans og þá fleiri en einn en það hefur ekki verið staðfest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít