fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Danir og Svíar senda Úkraínu þungavopn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 08:00

Caesar 8x8 stórskotaliðsbyssa. Mynd:Nexter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar hyggjast láta Úkraínumenn fá brynvarin ökutæki og vopn sem eru sérhönnuð til að nota gegn skriðdrekum.

Ulf Kristersson, forsætisráðherra, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær og sagði að ríkisstjórnin hefði ákveðið að veita Úkraínu viðbótarstuðning.

Meðal þess sem Svíar ætla að senda til Úkraínu er Archer stórskotaliðskerfi. Þetta er sjálfstýrð fallbyssa sem dregur allt að 50 km. Sky News segir að þetta sé almennt talið einn eitt fullkomnasta stórskotaliðskerfið sem til er.

Jakob Ellemann-Jensen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti í gær að Danir hefðu ákveðið að gefa Úkraínumönnum 19 Caesar 8×8 stórskotaliðsbyssur.

Þetta eru franskar fallbyssur en Danir höfðu pantað 19 slíkar og verða þær afhentar á þessu ári. Danir geta ekki sent þær strax til Úkraínu því þeir hafa ekki fengið þær. Þetta eru allar byssurnar af þessari gerð sem Danir höfðu pantað til að styrkja her sinn.

Ellemann-Jensen sagði að Úkraínumenn hafi beðið um meiri stuðning frá hinum frjálsa heimi og meðal annars hafi þeir beðið sérstaklega um þessar fallbyssur og hafi Danir ákveðið að verða við þeirri ósk þeirra. Hann sagðist vonast til að hægt verði að afhenda Úkraínumönnum fyrstu byssurnar innan hálfs árs.

Þetta eru 155 mm fallbyssur sem eru framleiddar af franska fyrirtækinu Nexter. Þær draga allt að 40 km. Þær eru festar á brynvarða vörubíla en kerfið vegur 32 tonn. Kerfið getur skotið 6 skotum á tæpri mínútu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar