Segir ráðuneytið að úkraínski herinn hafi nú líklega hörfað algjörlega frá Soledar sem er í Donbas.
Ráðuneytið segir einnig að það hafi aðallega verið málaliðar úr hinum svokallaða Wagnerhói sem hafi sótt að Soledar. Markmiðið með sókninni hafi verið að ná bænum úr höndum Úkraínumanna og gera Rússum kleift að umkringja Bakhmut. Er önnur af tveimur mikilvægustu birgðaflutningaleiðunum til Bakhmut nú sögð vera í hættu vegna falls Soledar.
Segir ráðuneytið að Úkraínumenn hafi líklega komið sér upp nýjum varnarlínum í vestri.
(1/3) By the end of 16 January 2023, Ukrainian forces had highly likely withdrawn from the Donbas town of Soledar, leaving Russian military and Wagner Group proxy forces in control. Ukrainian forces have likely established new defensive lines to the west.
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) January 18, 2023