fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Rússneskir stjórnmálamenn sendu kveðjur úr sólinni og allt varð vitlaust

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 06:01

Myndin af Dolzhenko sem vakti svo mikla reiði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Denis Dolzhenko var greinilega í góðu skapi þegar hann birti mynd af sér á rússneska samfélagsmiðlinum Vkontakte í upphafi árs. Þetta var sjálfsmynd þar sem hann er með sólgleraugu, derhúfu og í stuttermabol. Í bakgrunni tróna skýjakljúfar í Dubai. Myndin var tekin við höfnina í borginni.

„Ég er ekki mjög góður á skíðum og það er ekki mjög gott að hlaupa í svona miklum kulda,“ skrifaði hann brattur og vísaði þar til rússneska vetrarins. „Ég hlustaði því á ráðleggingar veðurfræðinganna og fór í hitann,“ bætti hann við og setti broskarl í lokinni.

Færsla Dolzhenko.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dolzhenko er 43 ára þingmaður á héraðsþinginu í Vologda.

Myndbirting hans vakti mikla reiði í Rússlandi og margir létu heyra í sér því fólki fannst ekki við hæfi að þingmaður sé að birta slíkar færslur á meðan landar hans berjast í Úkraínu.

TV2 segir að svo virðist sem Dolzhenko hafi áttað sig á vandanum því í framhaldi af þessu birti hann mynd af sér og var hún sögð tekin í Vologda. Á myndinni sést hann ásamt Ksenija Shoigu, dóttur Sergei Shoigu varnarmálaráðherra. Bæði eru þau í sumarfatnaði og segir Dolzhenko hafa rekist á hana í verslunarmiðstöð.

Dolzhenko með Shoigu í verslunarmiðstöðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það var eitt vandamál því notendur samfélagsmiðla áttuðu sig á að í rúðunni á bak við Dolzhenko sást nafnið Louis Féraud speglast. Þetta er franskt tískuhús sem er ekki með starfsemi í Rússlandi. Nokkrum dögum síðar hafði óháði miðillinn Sota grafið upp að myndin var tekin í verslunarmiðstöð í Dubai.

Héraðsstjórinn í Vologda, Oleg Kuvshinnikov, fordæmdi myndbirtingar Dolzhenko á mánudaginn og hvatti um leið stjórnmálamenn og embættismenn í héraðinu til að vera ekki að ferðast til útlanda. „Á mjög erfiðum tímum fyrir landið er óásættanlegt að stjórnmálamenn og embættismenn séu í fríi á lúxusstöðum og birti meðvitað ögrandi myndir á samfélagsmiðlum,“ sagði Kuvshinnikov að sögn rússneska dagblaðsins Kommersant.

Andrey Turchak, ritari Sameinaðs Rússlands (sem er flokkur Pútíns) tjáði sig einnig um myndbirtingarnar á Telegram og sagði: „Það er hægt að gera mikið í lífinu, hlaupa, kafa, fara á skíði . . . En það er réttur staður og stund fyrir allt.“

Hann sagði síðan að Dolzhenko yrði rekinn úr Sameinuðu Rússlandi.

Vasiljev

Maksim Vasiljev, sem er þingmaður á héraðsþingi Kursk, eyddi áramótunum á baðströnd í Mexíkó. Hann birti myndband af sér að drekka kokteil þar og sendi kveðjur heim til samlanda sinna.

Þessi mynd af Vasiljev vakti einnig mikla reiði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta vakti einnig mikla reiði og Roman Staravoyt, héraðsstjóri í Kursk, lýsti yfir óánægju sinni og hneykslun á þessu í færslu á Telegram.

Andrey Turchak, ritari Sameinaðs Rússlands, brást einnig ókvæða við og sagði færslu Vasiljev vera „toppinn á kaldhæðninni og ómanneskjulegheitum“ og hvatti Vasiljev og eiginkonu hans til að segja sig úr flokknum. „Enginn heiður, engin virðing, enginn heili,“ sagði Turchack.

Afleiðingar

Málin hafa vakið svo mikla athygli og reiði að það hefur afleiðingar í mörgum héruðum að sögn Kommersant. Segir blaðið að héraðsstjórar og forystumenn stjórnmálaflokkanna hafi nú óformlega bannað stjórnmálamönnum að ferðast til útlanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“