fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fréttir

Segir að flugskeytaárásir Rússa um helgina varpi ljósi á bága stöðu vopnalagers þeirra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 07:00

Rússar skutu flugskeyti á þetta fjölbýlishús í Dnipro. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar gerðu flugskeytaárásir á margar úkraínskar borgir um helgina. Meðal annars á Dnipro þar sem tugir létust þegar flugskeyti hæfði fjölbýlishús. Sérfræðingar segja að árásir helgarinnar varpi ljósi á bága stöðu vopnalagers Rússa.

Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að árásir helgarinnar bendi til að Rússar eigi orðið erfitt með verða sér úti um nóg af nýjustu og öflugustu stýriflaugunum.

Hann sagði að það muni ekki fara svo að þeir verði algjörlega uppiskroppa með nýjustu tegundir flugskeyta því þeir framleiði enn slík flugskeyti en hins vegar nálgist sá tímapunktur þar sem Rússar geti ekki skotið fleiri flugskeytum en þeir geta framleitt. Aðrir sérfræðingar hafa einmitt sagt áður að Rússar séu að verða uppiskroppa með stýriflaugar og það hafa Úkraínumenn einnig sagt.

Unnið hefur verið dag og nótt við leit að fólki í rústum hússins. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

Nielsen sagði flugskeytin, sem voru notuð um helgina, hafi komið frá öðrum löndum og séu að sögn gömul og ónákvæm. Hann sagði að Rússar hafi tekið mikla áhættu og hugsanlega stimplað inn hnit á svæði þar sem íbúðarhúsnæði er. Ef þeir hafi gert það viljandi þá marki það þáttaskil í hvernig þeir beita flugskeytum sínum. Áður hafi þeir einbeitt sér að innviðum en nú virðist sem þeir hafi einnig valið skotmörk sem var ætlað að valda ótta.

Hann sagði að ef þetta sé ný taktík Rússa þá geti hún verið afleiðing þess að þeir hafi viðurkennt að áætlun þeirra um að frysta Úkraínumenn í vetur hafi mistekist. Þeir hafi ráðist á orkustöðvar en Úkraínumönnum hafi tekist að bregðast vel við og hafi því komist sæmilega í gegnum veturinn hvað varðar innviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð
Fréttir
Í gær

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Í gær

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“

Íslendingum á Costa Blanca brugðið: „Glösin glömruðu í skápnum“ – „Svakalegar drunur“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður