fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Telur loforð Breta um að senda Úkraínu skriðdreka benda til að stórsókn sé í uppsiglingu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 07:00

Breskur Challenger 2 skriðdreki en Úkraínumenn fá nokkra slíka. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretland, staðfesti nýlega í samtali við Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, að Bretar muni senda 12 Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Þetta eru einir fullkomnustu skriðdrekar heims.

Úkraínumenn hafa lengi kallað eftir því að fá skriðdreka af þessu tagi, þunga skriðdreka, frá bandamönnum sínum á Vesturlöndum. Bandalagsríkin hafa verið treg til að láta þeim þunga skriðdreka í té af ótta við að það muni stigmagna stríðið og það jafnvel breiðast út til fleiri landa. En eftir því sem hefur liðið á stríðið hafa Vesturlönd sent Úkraínumönnum sífellt nútímalegri og fullkomnari vopn og sérfræðingar höfðu um nokkurt skeið spáð því að fljótlega væri röðin komin að þungum skriðdrekum.

TV2 hefur eftir Jens Wenzel Kristoffersen, hernaðarsérfræðingi við miðstöð hernaðarrannsókna við Kaupmannahafnarháskóla, að með þessari tilkynningu Breta sé búið að opna fyrir nýja framsækna taktík hvað varðar hergagnastuðning við Úkraínu. Hann sagði að þessi gjöf Breta marki þáttaskil miðað við fyrir gjafir bandalagsþjóðanna því hér sé um sóknarvopn að ræða.

Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum, sagðist telja að þetta sé mikilvægt þróun hvað varðar stríðið. Þetta sé stórt skref sem sé tekið. „Þetta bendir til að nú sé verið að vopna Úkraínu til stórsóknar,“ sagði hann.

Í nýlegri grein í tímaritinu Ræson, sem fjallar um utanríkismál, lagði Jens Wenzel Kristoffersen til að Vesturlönd myndu samhæfa stuðning sinn og vopnasendingar til Úkraínu. Þau gætu íhugað hvort þau eigi ekki að taka saman höndum og senda mjög þung hergögn til Úkraínu, til dæmis Leopard 2 skriðdreka og jafnvel F-16 flugvélar.

Hann sagðist telja Challenger 2 skriðdrekann vera þann annan eða þriðja besta í heimi, Leopard 2, sem er þýskur, sé sá langbesti.

Hann benti á að það styrki hernað með skriðdrekunum ef hægt sé að nota önnur tæki samhliða þeim, til dæmis með árásarþyrlum.

Anders Puck Nielsen sagði að skriðdrekarnir verði að fá stuðning brynvarinna ökutækja og hann sagðist einnig telja að Úkraínumenn hafi þörf fyrir frekari stuðning úr lofti til að geta endurheimt land sitt. „Það er kannski hægt að benda á að þá vantar enn til dæmis orustuþotur, það er eitthvað sem ég mun fylgjast með næstu mánuði,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilja flagga alla daga
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni
Fréttir
Í gær

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“