Samkvæmt nýrri skýrslu frá finnsku rannsóknarstofnuninni Center for Research on Energy and Clean Air (CREA) þá tapar Pútín sem svarar til um 25 milljarða íslenskra króna á dag vegna þess að G7-ríkin og ESB hafa sett verðþak á rússneska olíu.
CREA kemst að þeirri niðurstöðu að tekjur Rússa af útflutningi á orku hafi dregist saman um 17% í desember og hafi aldrei verið lægri í einum mánuði síðan Pútín fyrirskipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu.
Staðan mun síðan versna enn frekar fyrir Pútín því frá og með 5. febrúar tekur verðþak á unna rússneska olíu gildi. Segir CREA að það mun þýða tekjutap upp á sem svarar til tæplega 50 milljarða íslenskra króna á dag miðað við það sem fæst fyrir olíuna nú.
Bloomberg segir að nú þegar seljist rússnesk hráolía á hálfu markaðsverði vegna verðþaksins.