fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Segir glæruna hafa verið slitna úr samhengi – „Ég skil vel að Sigmundi hafi sárnað“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 11:30

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, benti á það í gærkvöldi að í tíma í stjórnmálafræði í Verzlunarskóla Íslands hafi verið sýnd glæra þar til upptaldir voru þrír „merkir þjóðernissinnar“

Þar mátti sjá mynd af þeim Adolf Hitler og Benito Mussolini. Með þeim á glæru var svo Sigmundur sjálfur.

Sagði Sigmundur ljóst að þarna sé á ferðinni pólitískur áróður í kennslu.

„Ég veit ekki hvort óþverrabragð kennarans við Verzlunarskólann starfar eingöngu að löngum til að afvegaleiða nemendur pólitískt eða hvort hann var sjálfur afvegaleiddur á yngri árum og veit bara ekki betur.“

DV hafði samband við Guðrúnu Ingu Sívertsen, skólastjóra Verzlunarskólans, til að fá hennar viðbrögð við málinu.

„Viðbrögð mín eru að benda á að þessi eina glæra er  tekin úr samhengi. Umrædd glæra er notuð í tíma í stjórnmálafræði þar sem er verið að tala um stefnur og strauma í stjórnmáalfræði og birtingarmyndir til dæmis af þjóðernisstefnu. Sannarlega er þessi eina glæra, tekin úr samhengi, mjög klaufaleg. Mjög svo.

En það sem fram fer í kennslustundinni fjallar alls ekki um Sigmund Davíð á neinn neikvæðan hátt. Alls ekki.

Við þennan skóla starfa framúrskarandi kennarar eins og við aðra skóla og það er þannig í kennslu að þá er oft verið að setja hlutina í eitthvað samhengi, tengja við samtímann og taka dæmi og annað. Þessi eina glæra, eins og ég tók fram, er mjög klaufaleg ein og sér.

Hefur Guðrún Inga rætt við viðkomandi kennara um málið.

Ég er búin að eiga samtal við viðkomandi kennara og fara yfir í hvaða samhengi þetta var sett fram og afla mér uplýsinga og það sem fram fór í umræddum tíma semátti sér stað á síðasta skólaári eða árið þar á undan.

Ég skil vel að Sigmundi hafi sárnað. Ég skil það bara mjög vel. Það hefur verið sláandi að sá þetta.“

Guðrún Inga segir að hún muni setja sig í samband við Sigmund Davíð og ræða málið við hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn

Forseti Íslands setur Stóra plokkdaginn á sunnudaginn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þarf alltaf að vera vín?

Þarf alltaf að vera vín?
Fréttir
Í gær

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Í gær

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf skotnir til bana á hanabardaga

Tólf skotnir til bana á hanabardaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda

Þetta er sagður tilgangur Pútín með páskavopnahléinu sem virðist þó ekki halda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus