fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Fósturskaði af völdum áfengis algengari en talið var

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. september 2023 16:00

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alkóhól er lífshættulegt börnum á marga vegu. Tölur sýna að 25% dauðsfalla barna af völdum vanrækslu má rekja til drykkju á heimilinu. Þau sem lifa af búa við margs konar andlegar áskoranir og þurfa mikinn félagslegan stuðning. En hingað til hefur að stórum hluta verið litið framhjá þeim hópi barna er kemur í heiminn með meðfæddan skaða af völdum drykkju móður.  Kemur þetta fram í grein á vef Samhjálpar.

Nadja Fredriksen frá Nordic Welfare Center talaði á ráðstefnu heilbrigðisyfirvald Alcohol and Public Health in the Nordics. Hún sagði að FASD eða Foetal Alcohol Spectrum Disorder vera mjög vangreinda röskun á Vesturlöndum. Flestar konur hætti að drekka þegar þær uppgötva að þær séu ófrískar. Vitað er að alkóhól veldur skaða á taugavefjum fósturs og hingað til hefur lítið verið um hann rætt og margir telja skaðlaust að drekka eitt vínglas á dag. Engar rannsóknir sýna hins vegar að einhver skammtur sé ásættanlegur. Besti skammturinn er því ekki neitt.  

Talið er að 1 af hverjum 20 börnum í Bandaríkjunum sé með FASD eða Foetal Alcohol Spectrum Disorder en 7 af hverjum 10.000 eru með heilkennið FAS Foetal Alcohol Syndrome. Bæði röskunin og heilkennið eru mjög vangreind og enn vantar rannsóknir á algengi þeirra. Þess vegna er nauðsynlegt að auka meðvitund fólks um þann skaða er alkóhól veldur fóstri á meðgöngu. Mjög nauðsynlegt er að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í að greina vandann svo hægt sé að fylgja börnunum eftir og hjálpa þeim að lifa með þeim áskorunum er bíða þeirra. Nadja telur að koma þurfi upplýsingum um alkóhólskaða inn í námsefni og endurmenntunarnámskeið heilbrigðisstétta og starfsfólks í menntakerfinu. Það verður þá betur í stakk búið til að veita fjölskyldunum þjónustu til að styðja þær til draga úr áhrifum skaðans. Hann kemur fram á mörgum sviðum og því þarf starfið að vera þverfaglegt.  

Mynd: Unsplash.com

Hver eru einkennin? 

Helstu einkenni FASD eru:  

  • Minni líkamsþyngd 
  • Minni samhæfing í hreyfingum 
  • Ofvirkni 
  • Einbeitingarskortur  
  • Lélegt minni  
  • Sértækir námsörðugleikar  
  • Félagslegir erfiðileikar  
  • Eiga erfitt með að aðlagast skólastarfi og beygja sig undir aga 
  • Tal- og máltökuörðugleikar  

Helstu einkenni FAS-heilkennisins eru:  

Líkamlegar skerðingar: 

  • Mjög auðkennandi andlitsdrættir, lítil augu, sérlega þunn efri vör, stutt uppbrett nef og langt bil milli efri varar og nefróta.  
  • Bólgur eða afmyndun liða, einkum útlima og fingra 
  • Stækka hægt bæði á fósturstigi og eftir fæðingu 
  • Verri sjón og heyrn 
  • Lítið höfuð og heili 
  • Hjartagallar og vandmál tengd nýrum og beinum  

Vitsmunaþroski og vandamál tengd miðtaugakerfi: 

  • Léleg samhæfing hugar og líkama, skert jafnvægi  
  • Greindarskortur, sértækir námsörðugleikar og hægari þroski 
  • Slæmt minni, einbeitingarskortur og erfiðleikar við að vinna úr upplýsingum 
  • Lítil hæfni til að leysa úr vandamálum og beita rökhugsun 
  • Lítill skilningur á orsök og afleiðingu 
  • Skerrt dómgreind 
  • Eirðarleysi og ofvirkni  
  • Miklar skapsveiflur 

Samfélagslegur ábati af hömlum  

Samfélög þurfa að veita meiri athygli þeim börnum sem hafa orðið fyrir fósturskaða og styðja þau til að hægt sé að draga úr afleiðingunum. Best af öllu væri auðvitað ef hægt væri ap stoppa alveg drykkju á meðgöngu. En vegna þess hve gríðarleg áhrif alkóhól hefur á heilann og miðtaugakerfið er einnig mikilvægt að koma í veg fyrir að unglingar hefji drykkju. Hér á landi hefur náðst góður árangur í þeirri baráttu og Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Planet Youth, talaði á ráðstefnunni Alcohol and Public Health in the Nordics um árangur Íslands í að draga úr unglingadrykkju. Hún sagði að fyrsta skrefið hefði verið að setja ábyrgðina á umhverfið ekki á börnin. Fyrst af öllu þurfi að banna börnum að kaupa alkóhól. Hér á landi miðast áfengiskaupaldur við 20 ár en undanfarið hefur verið þrýstingur á að lækka aldursmörkin niður í 18 ár. Áfengisframleiðendur víða um heim hafa lagt lið þrýstihópum sem leitast við að afnema hömlur á sölu og dreifingu áfengis.  

Ismo Tuominen er finnskur stjórnmálamaður sem hefur langa reynslu af starfi innan finnska stjórnkerfisins. Hann líkti þrýstingi boðbera frjálsræðis í áfengissölu við stríð. Sagði að þeir fleygðu stöðugt litlum steinum í varnir þeirra er vildu hamla aðgengi að áfengi. Aðferðafræðin væri alltaf sú sama. Byrjað væri á vægari tegundum áfengis og reynt að opna greiðari leiðir að þeim, síðan ykist þrýstingurinn þar til öllum hindrunum væri rutt úr vegi. Lækkun áfengiskaupaaldurs væri liður í þessari viðleitni og stjórnvöld mættu alls ekki láta undan.  

Margrét Lilja benti á að rannsóknir sýndu að frá því áfengisneysla unglinga í tíunda bekk var fyrst mæld hefur orðið lækkun úr 42% í 5% úr hópnum sem hafa orðið full síðustu 30 daga fyrir könnunina. Hlutfall þeirra sem reykja daglega hefur farið úr 23% í 1% frá 1998 til 2022. Kannabisneysla úr 17% í 1%. Þessar tölur geta auðveldlega breyst að sögn Margrétar Lilju og því mikilvægt að samfélagið haldi árvekni sinni. Það þurfi að hlusta á börnin en þeirra raddir   eru sóttar í rannsóknum. Stöðugt þarf að safna göngum og rannsaka en líka setja stefnu og framkvæma hana. Þótt áfengisdrykkja unglinga hafi minnkað er ekki þar með sagt að allri hættu hafi verið afstýrt. Í dag sækja börn í ný efni þar á meðal níkótínpúða og orkudrykki. Við vitum að íslenskir unglingar sofa of lítið, kvíði og vanlíðan hefur aukist meðal þeirra og skjánotkun barna er of mikil. Markaðsöflin einbeita sér í æ ríkari mæli að ungmennum og þar gengur allt út á að gera neyslu fallega.  

 Breyta þarf hugsunarhætti samfélagsins

Alkóhól er eitur og um þá staðreynd þarf að fræða foreldra og breyta hugsunarhætti samfélagsins alls gagnvart drykkju. Hún er ekki sjálfsögð. Stjórnvöld eiga að berjast gegn frelsinu því við vitum hvernig hlutirnir eru núna og við viljum ekki að þeir versni. Í stað þess að tala um hagræði einstaklinga að auknu aðgengi að áfengi ætti að velta fyrir sér samfélagslegan ágóða af því að viðhalda hömlum. Það er hægt að breyta menningunni og minnka þann kostnað sem samfélagið ber vegna áfengisneyslu.  

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár

Leita að tveimur Albönum sem grunaðir eru um fíkniefnasölu á Akureyri – Annar dvaldi á Íslandi í leyfisleysi í rúm tvö ár
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein

Sturlun í Filippseyjum – Varaforsetinn hótar að láta myrða forsetann ef hann gerir henni mein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“