fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fréttir

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. september 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengi skaðar fleira en heilsu fólks. Vínframleiðsla er ósjálfbær bæði vegna þess félagslega skaða sem drykkja veldur en einnig vegna þess að hún tekur til sín gríðarlegt magn af vatni. Víða um heim er mikill vatnsskortur en stjórnvöld í sumum löndum meta vínframleiðsluna meira en þau lífsgæði að þegnar þeirra hafi aðgang að hreinu vatni. Auk þess hamlar alkóhól framþróun þessara landa einkum á sviði jafnréttis og annarra mannréttinda, eins og segir í grein Samhjálpar.  

Maik Dünnbier starfar fyrir samtökin Movendi en þau eru „social movement to prevent alcohol consumption“ eða félagsleg samtök er miða að því að draga úr áfengisneyslu. Á ráðstefnu heilbrigðisyfirvalda, Alcohol and Public Health in the Nordics sagði hann meðal annars: „Yfirvöld bera mikla ábyrgð og eiga að verja borgara. Þau þurfa að breyta reglum og stefnu og hamla aðgengi að áfengi.“ 

Maik er þýskur er býr í Svíþjóð. Hann þekkir vel muninn á stefnu í áfengismálum í þessum tveimur löndum og segir hann sláandi. Lítil áhersla sé á lýðheilsu í Þýskalandi en mikil í Svíþjóð og rétt eins og á Íslandi. Hann nefndi til að mynda að mikið er um brotnar flöskur og bjórdósir á opinberum stöðum í Þýskalandi, meðal annars í lestakerfinu. Vinur hans tók eftir hve mikill munur var á ástandinu hvað þetta varðaði í heimsókn hans til Svíþjóðar og Maik telur að einkasala áfengis í Svíþjóð sé að þakka hve miklu minni sóðaskapur hlýst af neyslunni. Alkóhólneysla er stór hindrun á vegi allra landa til að ná markmiðum alþjóðaheilsustofnana er varða heilsubót og vellíðan þegnanna að mati Maik og það þurfi að breyta umræðunni og setja stefnu í áfengismálum á dagskrá. Áfengisneysla er ekki sjálfsögð og eðlileg.  

Viðheldur hungri, fátækt og ójafnrétti  

Vegna þess hve mjög alkóhól er í meginstraumnum er það sjaldan nefnt þegar kemur að loftslagsmálum en er samt stór hluti þess vanda. Það kemur í veg fyrir sjálfbærni meðal annars vegna þess að það hefur slæm áhrif á efnahag ríkja og félagslega stöðu þegnanna. Hefur neikvæð áhrif á kynjajafnrétti, hamlar þroska einstaklinga og hægir á framþróun samfélagsins. Áfengisneysla hefur mest áhrif á hina verst settu í ríkjum heims, viðheldur fátækt og veldur auknum vandamálum meðal þeirra sem eiga erfitt uppdráttar félagslega. Rannsóknir sýna að alkóhól skaðar aðra en neytandann meira en nokkuð annað efni og áfengi hefur mest og verst áhrif á viðkvæmasta og yngsta fólkið. Fólk undir 24 ára. Það er stærsta ástæða þess að við verðum að bregðast við.  

Áfengi viðheldur fátækt og hungri, skorti á tækifærum og ýtir undir ofbeldi. Skaði af völdum tóbaks var mun minni en samt var brugðist við honum og tóbaksreykingar bannaðar í almannarýmum. Maik segir að samfélög geri ekki nóg til að hjálpa börnum sem búa við drykkju á heimilum. Ef börnunum er hjálpað byggir það upp framtíðina og dregur úr hættunni á því að vandinn erfist milli kynslóða.  

Áfengisframleiðsla hefur neikvæð áhrif á vatnsbúskap heimsins. Til að framleiða áfenga drykki þarf mikið vatn og vatn er verðmæti sem er af skornum skammti víða um heim. Nefna má að í sumar var í fyrsta sinn í margar aldir vöruskortur í Þýskalandi. Hann stafaði af því að stórárnar voru það vatnslitlar að stærstu flutningaskip gátu ekki siglt um þær. En áfengisframleiðendum var ekki skammtað vatn. Hið sama var uppi á teningnum í Suður-Afríku vegna mikilla þurrka í ár. Ekki var gripið til skammtana til vínframleiðenda en almenningur varð að sætta sig við að fá skammtað vatn og 7 milljónir íbúa landsins fengu ekki aðgengi að hreinu drykkjarvatni og vatni til þvotta. Vatnskrísa var einnig í Mexíkó og þar var meira að segja forsetinn farinn að hafa áhyggjur og fólk farið að mótmæla vínframleiðendum vegna ástandsins. Stjórnvöld í Suður-Afríku og Mexíkó leyfðu á meðan stórfelldan útflutning vatns í formi áfengis. 

Ekkert efni skaðar á sambærilegan hátt og áfengi   

Áfengisframleiðslan er ekki sjálfbær. Flutningur og pökkun áfengra drykkja er skaðvæn umhverfinu og þau efni sem notuð eru ekki umhverfisvæn og samfélögin borga skaðann. Ekkert annað efni skaðar á sambærilegan hátt og kostnaðurinn kemur ekki bara til vegna heilsufarsvandamála heldur líka í formi tapaðra vinnudaga, missis mannauðs, fátæktar og uppihalds refsikerfisins. Hægt væri í mörgum ríkjum að halda Ólympíuleika fyrir þær upphæðir sem árlega kostar að bregðast við skaða af völdum áfengisneyslu. Neyslan snertir fólk, eyðileggur fólk og alla sem næst viðkomandi standa.  

Á meðan vínframleiðendur berjast gegn skattlagningu og takmörkunum á aðgengi og verja háum fjárhæðum í að fá allar hömlur afnumdar í löndum þar sem þær eru mestar. Nú beina þeir sjónum sínum að konum í allri markaðssetningu því þær hafa hingað til drukkið minna og helst að yngri konum. Afleiðingin er meðal annars mikil aukning skorpulifrartilfella í Bretlandi meðal ungra kvenna og krísa í geðheilbrigðiskerfinu vegna mun fleiri tilfella andlegra áskorana meðal þessa hóps. Í ljósi alls þessa er vandséð að áfengisframleiðsla borgi sig og að hún þjóni markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni og verndun umhverfis.   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump