fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Dauðsföllum viðbragðsaðila hjá slökkviliði New York vegna 11. september fjölgar stöðugt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. september 2023 17:00

Hluti minnismerkis í New York um árásirnar 11. september 2001/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CNN greinir frá því að fjöldi viðbragðsaðila hjá slökkviliði New York borgar sem hafa látist vegna veikinda sem tengjast árásunum 11. september 2001 sé kominn upp í 343. Í árásunum sjálfum létust einmitt 343 viðbragðsaðilar hjá slökkviliði borgarinnar.

Slökkviliðið tilkynnti að tvö nýjustu andlátin hefðu orðið fyrr í þessum mánuði. Hilda Vannata sem starfaði sem sjúkraflutningamaður hjá slökkviliðinu lést 20. september úr krabbameini.

Hún var fædd í Puerto Rico en fluttist á barnsaldri til New York. Hún gekk til liðs við slökkvilið borgarinnar árið 1988 og starfaði þar við sjúkraflutninga í 26 ár.

Robert Fulco, fyrrverandi slökkviliðsmaður, lést síðastliðinn laugardag af völdum lungnatrefjunar og varð þar með sá 343. úr slökkviliði New York sem deyr vegna veikinda af völdum árásanna 11. september.

Í yfirlýsingu sagði æðsti yfirmaður slökkviliðsins, Laura Kavanagh, að það hefði lengi verið vitað að þessi dagur myndi renna upp en það væri samt ótrúlegt. Hún sagði að 343 hetjur hefðu fallið 11. september 2001 og nú hefðu 343 hetjur til viðbótar bæst í þann hóp. Slökkvilið New York myndi aldrei gleyma þeim.

Auk fjölgandi dauðsfalla þá fjölgar þeim sjúkdómum sem tengjast árásunum. Samkvæmt slökkviliðinu þjást 11.000 slökkviliðsmenn af sjúkdómum sem tengjast árásunum og þar af eru 3.500 með krabbamein. Snerting við eiturefni, í kjölfarið á því að The World Trade Center hrundi til grunna og tilheyrandi ryk dreifðist út um allt svæðið, hefur verið tengd við aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, öndunarfærasjúkdómum, krabbameini og öðrum sjúkdómum.

Laura Kavanagh sagði að slökkviliðið myndi heiðra hina látnu með því að halda áfram að beita sér fyrir hönd þeirra liðsmanna sem enn lifa svo að þeir fái þá þjónustu sem þeir eigi skilið.

Meira en 71.000 eru nú á sérstakri heilsufarsskrá yfir þá viðbragðsaðila sem komu að The World Trade Center eftir árásirnar og annað fólk sem var statt í næsta nágrenni.

Viðbragðsaðilar eru ekki þeir einu sem glíma við heilsufarsleg vandamál í kjölfar árásanna. Fólk sem starfaði í World Trade Center en náði að komast út, vegfarendur, íbúar í nærliggjandi fjölbýlishúsum og sjálfboðaliðar sem unnu við björgun eru einnig á þeim báti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður