fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Liggur á að rannsaka Kleppjárnsreyki – „Með hverju árinu sem líður fækkar fórnarlömbunum“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. september 2023 11:15

Vinnuhælið var starfrækt árin 1942 til 1943 og afspurnin af því hræðileg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liggur á að rannsaka Kleppjárnsreyki – „Með hverju árinu sem líður fækkar fórnarlömbunum“

Fram er komin þingsályktunartillaga, studd af 22 þingmönnum, um að fela Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að skipa rannsóknarnefnd um vinnuhæli „ástandsstúlkna“ á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Mikið liggur á því að aðeins örfáar eru eftir lifandi.

„Með hverju árinu sem líður fækkar fórnarlömbunum. Mér skilst að það séu jafn vel aðeins ein eða tvær konur eftirlifandi. Þess vegna erum við að þrýsta á að þetta sé klárað sem fyrst,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

En að því standa þingmenn úr Pírötum, Flokki fólksins, Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Viðreisn.

Gangi tillagan í gegn verður skipuð nefnd til að rannsaka starfsemi hælisins á árunum 1942 til 1943. Sérstaklega verði rannsakaðar aðgerðir yfirvalda til að sporna við samskiptum íslenskra kvenna og erlendra hermanna eftir hernámið árið 1940, hvort mannréttindabrot hafi verið framin.

„Það var nóg ef þær sáust með einhverjum hermanni. Þá var hægt að dæma þær fyrir lauslæti,“ segir Gísli um dómaframkvæmdina á sínum tíma. Málin hafi verið hranalega afgreidd á stuttum tíma af sérstökum dómstól.

Dúsuðu dögum saman í myrkri með pöddum

Harðræðið var mikið á Kleppjárnsreykjum og hefur meðal annars verið greint frá því að stúlkur máttu dúsa í dimmum kjallara í þrjá sólarhringa, allt niður í tólf ára gamlar, innan um skordýr og með aðeins dýnu á gólfinu til að sofa á. Einnig að þær hafi verið sprautaðar niður með lyfjum.

Fáar konur eru eftir sem voru dæmdar til vistar á Kleppjárnsreykjum. Því liggur á að rannsaka málið að sögn Gísla Rafns.

„Þetta er einn af smánarblettunum í sögunni,“ segir Gísli Rafn og rétt sé að þetta sé rannsakað eins og seinni tíma vistheimili þar sem miklar brotalamir hins opinbera hafa komið í ljós.

„Það er mikilvægt að rannsaka þetta, gera upp og að þær konur sem lentu í þessu séu beðnar afsökunar,“ segir Gísli Rafn. „Það er okkar von að þessar konur fái uppreisn æru. Einnig fjölskyldur þeirra sem ekki eru lifandi í dag. Að þær fái afsökunarbeiðni til að sýna fram á það að þær voru beittar lögfræðilegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi.“

Katrín áður stutt sambærilegt frumvarp

Þar sem stór og breiður hópur þingmanna styðji við frumvarpið veitir Gísla Rafni smávegis bjartsýni á að það gangi í gegn. Einnig að Katrín Jakobsdóttir hafi verið á meðal meðflutningsmanna þegar sambærilegt frumvarp var lagt fram fyrir nokkrum árum.

„Það gerir okkur von um að þetta verði tekið til skoðunar. Því miður er það þó þannig með þinghaldið að flest sem við þingmenn leggjum fram deyr drottni sínum í nefnd. Þingmannamál eru notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum í lok hvers þings. Hver flokkur fær kannski að velja eitt eða tvö mál. Síðastliðið vor voru þau engin,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“