fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Íslenskir karlar vinna sjö tímum lengur en konur – Bændur og sjómenn vinna lengst

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. september 2023 09:00

Sjómenn og bændur vinna næstum því 54 stunda vinnuviku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðalvinnuvika Íslendinga var 39 klukkutímar árið 2022. Vinnuvikan hefur sífellt verið að styttast á undanförnum árum en árið 2015 var hún 41 tímar. Íslendingar hafa þó enn þá ekki náð meðaltali Evrópu, sem er 37,5 tímar.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Eurostat, tölfræðistofnunar Evrópusambandsins.

Ekki er langt síðan Ísland var á meðal þeirra landa þar sem vinnuvikan var hvað lengst. Í dag er hún lengst í Serbíu, 43,3 klukkutímar en þar á eftir koma Grikkland og Pólland. Almennt er vinnuvikan mun lengri í eystri hluta Evrópu en vestari. Ísland er hins vegar á meðal þeirra ríkja í vesturhlutanum þar sem vinnuvikan er lengst.

Styst er vinnuvikan í Hollandi, aðeins 33,2 klukkutímar. Þar á eftir koma Þýskaland, Danmörk, Noregur og Sviss.

Karlar í þriðja sæti en konur nítjánda

Mikill munur er á lengd vinnuvikunnar hjá körlum og konum. Íslenskir karlar vinna 42,2 tíma á viku, og er vinnuvikan sú þriðja lengsta í Evrópu. Vinnuvikan hjá íslenskum konum er 35,3 tímar og eru þær í nítjánda sæti í álfunni.

Bændur og sjómenn vinna mun lengur en heilbrigðisstarfsfólk

Einnig er mikill munur á lengd vinnuvikunnar eftir atvinnugreinum. Hjá bændum og sjómönnum er hún 53,9 klukkutímar, 43,4 hjá byggingingaverkamönnum, 42,3 hjá bílstjórum, 42,1 hjá verksmiðjufólki, 39,8 hjá starfsfólki fjármálafyrirtækja, 38,9 hjá vísindafólki, 38,7 hjá verslunarfólki, 37,8 hjá starfsfólki í veitingastaða og hótela, 36,5 hjá kennurum, 33,8 hjá listamönnum og 33,1 hjá heilbrigðisstarfsfólki svo einhverjar starfsgreinar séu nefndar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Í gær

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki
Fréttir
Í gær

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“

„Mannslíf eru dýrmætari en tré!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hversu oft má nota bökunarpappír?

Hversu oft má nota bökunarpappír?