fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Braust inn á hótelherbergi og þekktist í myndavélakerfi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. september 2023 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bíræfnir einstaklingar brutust inn á hótelherbergi í Hlíðahverfi í nótt. Lögreglan þekkti þá úr eftirlitsmyndavélakerfi og handtók þá skammt frá hótelinu. Málið er í rannsókn að sögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu lögreglunnar eftir nóttina.

Nokkuð var um innbrot í nótt. Meðal annars var tilkynnt um innbrot í tvær verslanir, önnur þeirra í miðborginni en hin í Múlahverfi. Þá var einnig tilkynnt um innbrot í bíl í Vesturbænum.

Neitaði að gefa upp nafn

Vitaskuld voru mörg verkefni lögreglunnar tengd ölvun á laugardagskvöldi. Á skemmtistað í Vesturbænum var tilkynnt um ölvaðan og æstan einstakling. Var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til rennur af honum áfengisvíman.

Annar ofurölvi einstaklingur var til vandræða á skemmtistað í miðborginni. Neitaði hann að gefa upp nafn og var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í Breiðholtinu var tilkynnt um ölvaðan mann í anddyri blokkar. Hann hafði hins vegar hypjað sig þegar lögreglu bar að. Þá voru einnig teknir tveir stútar í umdæmi miðborgarlögreglunnar.

Hanar með læti í Kópavogi

Í Garðabæ var tilkynnt um slagsmál við verslun og í Kópavogi mikil læti frá hönum í búri.

Einn slasaðist eftir að hafa fallið af rafmagnshlaupahjóli og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins