fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Ber engan kala til hnífaárásarmannsins – „Það kom eiginlega sjálfri mér á óvart”

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 24. september 2023 20:15

Ingunn Björnsdóttir Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, varð fyrir ofsafenginni hnífaárás nemanda þann 24. ágúst síðastliðinn. Ingunn hlaut að minnsta sextán stungusár eftir árásina en í helgarviðtali DV vekur athygli að hún ber engan kala til árásarmannsins og vonar að hann fái viðeigandi hjálp.

Sjá einnig: Ingunn lifði af ofsafengna hnífsstunguárás í Oslóarháskóla – „Fyrsta tilfinningin sem ég fann fyrir var undrun. Og síðan kom hræðslan”

Engin reiði í garð árásarmannsins

Ódæðið vakti gríðarlega athygli í Noregi og í raun um alla Skandinavíu enda nánast óþekkt að starfsmenn háskóla þurfi að óttast um öryggi sitt. Ingunn hlaut mikla áverka, til að mynda stungu í kvið, og er það kraftaverk að hún hafi lifað árásina af. Eftir nokkra erilsama daga á Ullevål-háskólasjúkrahúsinu ákvað Ingunn, sem var langt frá því að vera ferðafær, að halda heim til Íslands til að fá frið til að jafna sig eftir árásina.

„Þetta er mikill rússíbani að ganga í gegnum og þó að mér líði vel í dag þá er ég meðvituð um að það getur komið bakslag hvenær sem er og ýmsar tilfinningar sprottið fram,” segir hún.

Það kemur það blaðamanni nokkuð í opna skjöldu að reiði virðist ekki vera að finna hjá Ingunni. „Nei, það er svo merkilegt að hingað til hef ég ekki fundið til reiði í garð árásarmannsins. Ekki nokkra. Það kom eiginlega sjálfri mér á óvart,” segir hún.

Ingunn segir að það sé ekki í hennar verkahring að sjúkdómsgreina nemandann en ljóst sé að hann þurfi á hjálp að halda og hún vonist til þess að hann fái alla þá aðstoð sem þörf sé á.

Ekki lengur háskóli ef tala þarf saman í gegnum glervegg

Ljóst er að árásin gæti haft mikil áhrif á starfsumhverfi kennara og nemenda í háskólum í Noregi og víðar. Ingunn segist þó vona að árásin verði ekki til þess að gripið verði til of harkalegra aðgerða til að tryggja öryggi kennara.

„Ef maður horfir raunsætt á þennan atburð þá er ljóst að það er nánast tölfræðilega útilokað að hann eigi sér stað. Það væri óskynsamlegt að að grípa til of íþyngjandi aðgerða þó að það sé mikilvægt að draga lærdóm af þessu,” segir Ingunn. Hún megi ekki til þess að hugsa að nemendur verði látnir undirgangast vopnaleit né nokkuð slíkt. „Háskóli er ekki lengur háskóli ef fólk getur ekki talað saman nema í gegnum glervegg eða eftir vopnaleit.“

Í Noregi, líkt og á Íslandi og víðar, hafa hnífsstunguárásir verið að færast í vöxt. Telur Ingunn að fyrsta skrefið til að stemma stigu við því sé að banna hnífaburð alfarið og fólk verði sektað ef það verður uppvíst að því að ganga með slík vopn á sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú