fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Páll skipstjóri gerir upp símamálið – „Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. september 2023 20:00

Skjáskot Mannlíf

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er beðið gagna í símamáli Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja. Vorið 2021 var Páll nær dauða en lífi, að virðist vegna byrlunar, en á meðan hann lá á bráðadeild Landspítalans var síma hans stolið.

Páll segir að það liggi fyrir að síminn hafi verið afritaður í húsakynnum RÚV við Efstaleiti. Fréttir upp úr þeim gögnum sem var að finna á símanum voru síðan skrifaðar á Kjarnann og Stundina.

Páll gerir upp þetta mál í myndviðtali á Mannlífi. Þátturinn er að mestu leyti lokaður öðrum en áskrifendum en brot úr þættinum má sjá hér að neðan.

Páll telur að fyrrverandi eiginkona hans hafi byrlað honum, stolið síðan af honum símanum og komið honum í hendur aðila á RÚV sem lét afrita hann. Páll lýsir andlegum veikindum konu sinnar. Hann segir einnig að hún hafi krafist skilnaðar rétt fyrir byrlunina en það hafi hún oft gert áður. Í þetta sinn hafi yfirbragð hennar hins vegar verið allt annað og hún sagði:

„Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki, þetta séu ógeðslegir eigendur og þeir eru bara að nota þig.“ Páll segir: „Núna vorum við komin upp á eitthvert allt annað level en í hin skiptin.“

Framar í viðtalinu er rakið hvernig Páll varði fyrirtækið af hörku í blaðaskrifum og segir hann að stjórnendur þess hafi ekki lagt sig nægilega fram við að halda málstað fyrirtækisins á lofti.

Fjórir blaðamenn hafa haft stöðu sakbornings við rannsókn málsins en enn er beðið gagna frá Google sem eiga að varpa frekara ljósi á málið, aðallega hvort um hafi verið að ræða samskipti við þann sem stal símanum áður en brotið var framið.

Páll telur að blaðamenn Stundarinnar og Kjarnans hafi ekki vitað með hvaða hætti gagnanna var aflað áður en þeir fengu þau í hendur. Sá hluti samtalsins er í lokaðri dagskrá en DV spurði Pál sérstaklega út í þetta í dag. Hann segir:

„Ég ætla þeim það ekki að hafa vitað það, ég vil ekki ásaka eða gera mönnum upp glæpsamlegt athæfi.“

Hann telur hins vegar að aðilar á RÚV hafi verið í sambandi við þann sem tók símann áður en þjófnaðurinn var framinn. Þar spilar inn í kaup á síma með mjög áþekku símanúmeri sem notaður var fyrir sjónvarpsþáttinn Kveik:

„Já, það tel ég og þessi kaup á síma áður en ég veikist tel ég að byggi undir þann möguleika.“

 

Páll skipstjóri segir söguna á bak við byrlun, símaþjófnað og hjartastopp: „Ég er skæruliði”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“