fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Fréttir

Þetta hrakti Íslendinga til Danmerkur – „Ómögulegt að lifa“ – „Ísland er bara fyrir yfirstéttarfólk“ – „Klíku- og venslaskapurinn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. september 2023 04:05

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni var þeirri spurningu varpað fram í Facebookhópnum Íslendingar í Danmörku hver hafi verið helsta hvatning meðlima hópsins til að flytja frá Íslandi. Nokkrir tugir hafa tjáð sig um þetta og eru svörin fjölbreytt en þó fer ansi mikið fyrir vantrú fólks á íslensku samfélagi, þ.e.a.s. það segir að erfitt sé að framfleyta sér og samfélagið sé ekki fyrir alla auk þess sem klíku- og venslaskapur sé mjög ráðandi.

Hér grípum við niður í nokkur svör:

„Ömurleg stjórn i landinu, illa vegið að láglaunafólki og öryrkjum. Fólki gert það yfirhöfuð ómögulegt að lifa á islandi við mannsæmandi kjör, erfitt húsnæðisástand, heilbrigðiskerfið úr sér gengið og mikil spilling.”

„Skapa betra líf fyrir okkur. Íslandi er svo hræðilega illa stjórnað, ekki nema bara fyrir yfirstéttarfólk að búa þar og lifa mannsæmandi lífi. Ég er td búin að vera á biðlista fyrir 2 litlar aðgerðir í marga mánuði og sé ekki að ég sé að fá hvoruga áður en ég kem til DK eftir rúman mánuð, þó að SÍ sé löngu búið að samþykkja. Það er varla hægt að komast að hjá venjulegum lækni, ekki einu sinni fyrir börn! Svo er sjúklega dýrt að mennta sig, þannig það hafa ekki allir tækifæri til þess og margir dæmdir til fátæktar það sem eftir er. Það er nánast alveg ómögulegt að kaupa fasteign og það er sko ekkert grín að vera á leigumarkaði á þessu landi þar sem leigan hækkar stanslaust og kaupmáttur minnkar og minnkar. Ekkert skrítið að margir venjulegir meðal-jónar festist í skuldasúpu, vítahring smálánafyrirtækja eða gjaldþrota eins og staðan er á Íslandi og það versta er að þetta mun ekki lagast næstu árin amk.“

„Slæm Veðrátta, allt of hátt vöruverð og vextir og vaxta vextir, okur- bankanna og Íbúðalánasjóðs. Mikil vinna fyrir lág laun miðað við verðlag á öllu! Nýtt líf og betri lífsgæði !”

„Heilbrigðiskerfið er í ruglinu. Stjórnin í landinu er ein stór klíka sem gerir það sem þeim hentar. Húsnæðismál eru líka í ruglinu. Eftir að ég flutti til Danmerkur er ég búin að fara í nokkrar smávægilegar aðgerðir og í keisara – hef aldrei þurft að taka upp veski. Gleymi því aldrei þegar ég keypti lyfin min hérna í fyrsta skipti sem kostuðu þá á Íslandi á milli 8-10 þúsund íslenskar.. þau kostuðu 57DKK! sem var líklega undir þúsund kallinum þá! Ég hélt það væri einhver villa í þessu, en nei nei, þetta kostuðu þau. Maður borgar 0kr fyrir allt í heilbrigðiskerfinu hér í Danmörku.“

 

„Fátækt fólk á engan séns að framfleyta sér, eða breyta sínum aðstæðum á Íslandi. Námsmöguleikar þar eru ekki góðir fyrir þá sem ekki eiga skítn og af peningum. Húsnæði dýrt, matvara dýr og svo finnst mér bara vera orðinn mikill hroki og yfirgangur í íslensku samfélagi, það vantar algjörlega umburðarlyndi og skilning.“

„Ég hugsaði bara að ekki vil ég að börnin mín lifi í veseni með húsnæði eða skulda námslán og geta ekki æft neinar íþróttir því ekki kem ég fra ríkri fjölskyldu og mun ekki geta hjálpað börnunum mínum miðað við hvað allt er dýrt á Íslandi og að komast svo seint til læknis utaf miklu alagi i heilbrigðiskerfinu, vera föst á eyju þar sem það yrði líka okur að ferðast og bara minna frelsi Þannig ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar maðurinn minn fékk vinnu úti. 5 ár og sé ekki eftir neinu.“

„Klíku og venslaskpurinn. Annaðhvort fæðist fólk í klíkuna eða þarf að borga. Þegar ég kvartaði við bæjarstjórann þegar hann kom í framboðsjakkanum, að hafa verið neitað um byggingarlóð í þrígang, á meðan dætur og synir starfsfólks bæjarskriftofunnar fengu margsinnis (ólöglega) til endursölu, spurði hann beint “ borgaðir þú ? “ Þá var komið nóg af Littla Rússlandi! og maður sér ekki eftir því.“

„Pólitísk spilling, Sjálfstæðisflokkurinn sníkjudýr, verðbólguæði, heilbrigðiskerfi í molum, endalausar verðhækkanir á nauðsinjavörum, einokun á húsaleigumarkaði, græðgi, og vond meðferð á eldri borgurum, öryrkjum og þeim sem minna mega sín, svo má lengi telja.“

„Hákarlinn og skatan.“

„Bjarni og Kata.“

„Eiginlega bara allt..“

Hvað segja þeir Íslendingar sem heima sitja? Kannast þeir við þessar ástæður sem hröktu Íslendinga til Danmerkur?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“

„Hvað ætlum við að gera öðruvísi núna svo við höldum ekki áfram að framleiða hættulega afbrotamenn á færibandi?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“