fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Lisa Marie var skuldum vafin þegar hún dó – Veðsetti Graceland upp í rjáfur

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 22. september 2023 22:00

Presley fjölskyldan gæti misst eitt frægasta heimili heims. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lisa Marie Presley, söngkona og dóttir rokkkóngsins Elvis Presley, lést skuldum vafin. Hún hafði veðsett Graceland, hið víðfræga setur og heimili Presley fjölskyldunnar.

Lisa Marie skuldaði lánafyrirtækinu Naussany Investsments & Private Lending 3,8 milljónir dollara, eða rúmlega 520 milljónir króna. Lán sem tekið var árið 2018. Upphæðin var gjaldfallin í maí árið 2022 samkvæmt frétt Entertainment Tonight.

Að sögn talsmanna fyrirtækisins var margsinnis reynt að innheimta skuldina án árangurs. En eftir marsmánuð árið 2022 svaraði Lisa Marie fyrirtækinu engu.

 

Stormasöm ævi

Lisa Marie lést 12. janúar á þessu ári, aðeins 54 ára gömul. Hún átti stormasama ævi, meðal annars glímdi hún við ópíóðafíkn, var gift tónlistarmanninum Michael Jackson og gekk í Vísindakirkjuna.

Hún fór í hjartastopp á heimili sínu í bænum Calabasas í Kaliforníufylki, var endurlífguð en lést seinna um daginn. Að sögn lækna var hún með iðrateppu sem orsakaðist af megrunaraðgerð sem hún hafði undirgengist.

Sjá einnig:

Graceland er komið með nýjan eiganda

 

Hún tók einnig inn megrunarlyf og missti meira en 20 kílógrömm á sex vikum. Samkvæmt miðlinum TMZ gerði hún þetta til að hún myndi líta vel út á sýningu ævisögukvikmyndar föður hennar, Elvis, á Golden Globe hátíðinni.

 

Ástæðan ókunn

Ekki er vitað hvers vegna Lisa Marie tók svo hátt lán en hún veðsetti Graceland fyrir því. Naussany Investments & Private Lending hafa nú höfðað mál til að fá skuldina greidda.

Lánafyrirtækið hefur einnig greint frá því að Lisa Marie hafi áður tekið stórt lán hjá því, í júlí árið 2016. Þá var upphæðin þó aðeins 450 þúsund dollarar, eða tæplega 62 milljónir króna.

 

Vilja semja

Riley Keogh, elsta dóttir Lisu Marie, fer núna með fjármál Presley fjölskyldunnar en Lisa Marie átti einnig tvær 14 ára dætur úr seinna hjónabandi. Pricilla Presley, móðir Lisu Marie, er enn á lífi en er einungis ráðgjafi þegar kemur að fjárhagslegum málefnum fjölskyldunnar.

Lánafyrirtækið hefur sagt að það sé tilbúið að láta málið niður falla ef 75 prósent af upphæðinni verði greidd innan næstu 45 daga. Það er 2,85 milljónir dollara. Riley Keogh hefur engu svarað um það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum