fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals með mestu þátttökuna í hugmyndakosningu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 20. september 2023 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í 6000 Reykvíkingar hafa þegar kosið um hugmyndir íbúa á Hverfidmitt.is en kosningu lýkur á miðnætti 28. september.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að mesta þátttakan í kosningunni er í Grafarholti og Úlfarsárdal en þar hafa 6,3% íbúa kosið. Í öðru sæti eru íbúar í Laugardal með 6,2 % og fast á hæla þeirra fylgja íbúar Árbæjar og Norðlingaholts með 6%. Í síðustu kosningum trónuðu íbúar Kjalarness á toppnum en fast á hælta þeim komu Árbær og Norðlingaholt og svo Laugardalur.

Í súluritinu hér að ofan má sjá hlutfall íbúa sem hafa kosið í hverju hverfi.

Sjá einnig: Völundarhús í Laugardal, nálabox í Breiðholti og jólaljós í Vesturbæjarlaug hluti af því sem borgarbúar vilja

Hugmyndahöfundar slógu met síðastliðið haust við söfnun hugmynda og í öllum hverfum Reykjavíkur er að finna stórar, flottar og fjölbreyttar hugmyndir fyrir alla aldurshópa sem hægt er að kjósa um.

Oft eru örfá atkvæði sem ráða úrslitum um hvaða hugmyndir eru kosnar og því skiptir hvert atkvæði máli. Það er einfalt að kjósa og það er í lagi að kjósa oft. Hafið hugfast að það er samt síðast kosningin sem gildir. Borgarbúar eru hvattir til að kjósa á Hverfidmitt.is og auðkenna sig með rafrænum skilríkjum í lokin til að skila inn sínu atkvæði. Kosning er staðfest með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni

Fær ekki að reisa litla virkjun á eigin jörð – Starfsmenn Skipulagsstofnunar og annars sveitarfélags sögðu ekki hafa verið rétt staðið að synjuninni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi

Einn í haldi lögreglu eftir að kona fannst með höfuðáverka í heimahúsi
Fréttir
Í gær

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus

Dularfullt mál: Leita að þremur manneskjum eftir að bátur fannst mannlaus