fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Áhættudrykkja meiri í Reykjavík – Ungir Kópavogsbúar nota meira af nikótínpúðum

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 20. september 2023 12:30

Það er betra að fara varlega í áfengisneyslu. MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðjan mánuðinn gaf Embætti landlæknis út svokallaða lýðheilsuvísa fyrir árið 2023. Á island.is kemur fram að lýðheilsuvísar séu safn mælikvarða sem ætlað sé að gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar á hverjum tíma. Lýðheilsuvísum sé ætlað að auðvelda stjórnvöldum og öðrum að greina stöðuna, finna styrkleika og áskoranir og skilja þarfir íbúa þannig að hægt sé að vinna með markvissum hætti að því að bæta heilsu og líðan á öllum æviskeiðum.

Birtir eru lýðheilsuvísar fyrir öll heilbrigðisumdæmi og fjölmennustu sveitarfélög landsins. Landlæknisembættið segir birtingu svæðisbundinna lýðheilsuvísa lið í því að veita yfirsýn yfir lýðheilsu á hverju búsetusvæði fyrir sig í samanburði við landið í heild.

Í lýðheilsuvísunum er ýmislegt mælt sem viðkemur meðal annars atvinnu, húsnæði, menntun, lifnaðarháttum og líðan og heilsu.

Í lýðheilsuvísunum fyrir fjölmennustu sveitarfélög landsins eru tekin sérstaklega nokkur dæmi þar sem tölur fyrir viðkomandi sveitarfélag eru frábrugðnar landsmeðaltali.

Reykvíkingar óttast glæpi meira – Garðbæingar líklegri til að segjast vera við góða heilsu

Í fjölmennasta sveitarfélaginu Reykjavíkurborg er hærra hlutfall háskólamenntaðra kvenna, minna notað af blóðsykurslækkandi lyfjum, ótti við glæpi í nærumhverfi meiri, áhættudrykkja fullorðinna meiri og þátttaka í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameini er þar minni en að meðaltali á landinu.

Áhættudrykkja er skilgreind út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju á kvarða frá 0 til 12. Karlmenn sem skora á bilinu 6–12 áhættustig teljast vera með skaðlegt neyslumynstur en sama viðmið fyrir konur eru 5–12 áhættustig.

Í næst fjölmennasta sveitarfélaginu Kópavogi eru færri sem búa við fjárhagserfiðleika, fleiri nemendur í 8.-10. bekk upplifa nægan tilfinningalegan stuðning frá foreldrum, áhættudrykkja fullorðinna er minni, sýklalyfjaávísanir til barna yngri en 5 ára eru fleiri, færri heilsugæsluheimsóknir og fleiri heimsóknir til sérfræðinga og vísbending er um meiri nikótínpúðanotkun nemenda í 10. bekk og ungs fólks á aldrinum 18-34 ára.

Í Hafnarfirði er þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini meiri, þar bíða færri eftir hjúkrunarrými, neysla D-vítamíns barna í 1. bekk er meiri, sýklalyfjaávísanir til barna yngri en 5 ára eru fleiri, þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini er minni og Hafnfirðingar fara oftar til sérfræðilækna en fólk gerir á landvísu að meðaltali.

Í Reykjanesbæ hefur dregið meira úr líkum á ótímabærum dauðsföllum vegna langvinnra sjúkdóma en að meðaltali á landinu, fækkað hefur á biðlista eftir hjúkrunarrými fyrir 67 ára og eldri, þar er minna notað af þunglyndislyfjum, fleiri fullorðnir meta andlega eða líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega, fleiri búa við fjárhagserfiðleika og fleiri hafa orðið fyrir mismunun.

Á Akureyri eru sýklalyfjaávísanir til barna yngri en 5 ára færri, þátttaka í skimun fyrir brjósta- og leghálskrabbameini meiri, færri heilsugæslu– og sérfræðingsheimsóknir, nikótínpúðanotkun ungs fólks, á aldrinum 18-34 ára, er meiri og fleiri fullorðnir meta andlega eða líkamlega heilsu sína sæmilega eða lélega.

Í Garðabæ eru færri sem búa við fjárhagserfiðleika, nikótínpúðanotkun nemenda í 10. bekk og ungs fólks, á aldrinum 18-34 ára, er minni, færri fullorðnir meta andlega eða líkamlega heilsu sína sem sæmilega eða lélega, sýklalyfjaávísanir til barna yngri en 5 ára eru fleiri og heilsugæsluheimsóknir eru færri en sérfræðingsheimsóknir fleiri.

Í Mosfellsbæ er ótti við glæpi í nærumhverfi minni, áhættudrykkja fullorðinna minni, þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbameini meiri, sýklalyfjaávísanir til barna yngri en 5 ára fleiri og þar er einnig vísbending um meiri kvíða nemenda í 10. bekk.

Hér hefur aðeins verið birt brot úr lýðheilsuvísunum en hlekkur á þá er efst í  fréttinni. Í þeim má sjá fjölmargar upplýsingar um heilsu og líðan íbúa hér á landi.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri