fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Tolli í svitakófi – Opnar nýtt svett tjald við Apavatn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. september 2023 14:00

Tolli hefur stundað svett lengi og segir það virka vel í meðferðarstarfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn Tolli Morthens og nokkrir félagar hans hafa keypt skika nálægt Apavatni og hyggjast reisa þar svitahof, eða „svett tjald.“ Tolli hefur um áratuga skeið stundað svett og segir heilbrigðisyfirvöld ættu að beita sér fyrir svona tjöldum sem víðast.

„Þetta er mjög einfalt, hálfgert skáta-stöff,“ segir Tolli um hið nýja svitahof sem verður reist nálægt Apavatni. Félagið sem stofnað hefur verið um það heitir Sólgarður svitahof. Tolli segir ekki ákveðið hvenær tjaldið verður sett upp.

Tolli rekur nú þegar tjald í Hvammsvík í Hvalfirði. Fyrir fjórum árum gaf félagsskapur hans, Stríðsmenn andans, meðferðarheimilinu Krýsuvík tjald. En Tolli segir að svett hafi reynst mjög vel í meðferðarstarfi við fíknisjúkdómum.

„Svett hefur verið notað með góðum árangri í meðferðarstarfi. Þetta er mjög kraftmikið rítúal þar sem þú hitar steina í eldi og berð þá inn í tjaldið og eyst vatni á þá. Inni í tjaldinu fer svo fram söngur og trommusláttur og tilheyrandi,“ segir Tolli.

Kemur frá frumbyggjum Norður Ameríku

Svettið kemur upprunalega frá frumbyggjum Norður-Ameríku en kom til Íslands fyrir um hálfri öld síðan og var lengst af iðkað í Elliðaárdalnum. Tolli segist hafa lært svettið af listamönnunum Nonna og Heiðari sem stóðu fyrir svetti um áratuga skeið.

„Ég lærði þetta hjá þeim,“ segir Tolli sem gerir ráð fyrir að það séu um fimm virk svett tjöld á Íslandi í dag. Sjálfur kemur hann að tveimur þeirra. „Ég held utan um tjaldið mitt í Hvammsvík og styð við þau í Krýsuvík þangað til þau hafa getuna til að gera þetta sjálf,“ segir hann.

Gerir lífið skemmtilegra og betra

Tolli segir kíminn að Landlæknisembættið ætti að beita sér fyrir því að svett tjöldum sé komið upp sem víðast. Þetta sé mikil heilsubót. Í covid hafi svettið dottið niður og hægt hafi gengið að koma því aftur af stað af jafn miklum krafti og áður.

„Þetta er nýaldar starfsemi en það er alls konar fólk sem fer í þetta,“ segir Tolli. „Í dag er fólk svo mikið að leita, það er mikil forvitni og fólk er tilbúið að prófa óhefðbundnar leiðir til að gera lífið skemmtilegra og betra.“

Tolli auglýsir reglulega pláss í svett á Facebook síðu Stríðsmanna andans. Hann segir að stundum taki hópar sig saman og panti en enn sem komið er hafi svettið tilhneigingu til að vera stundað í lokuðum hring. Allir geti þó tekið þátt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“