fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Deilt um gjöf frá fiskeldisfyrirtæki – Ankeri á leiðinni í brotajárn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. september 2023 17:24

Talið er að gjöfin við að stöðva olíulekann sé 6-8 milljón króna virði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst hjálpaði Fiskeldi Austfjarða yfirhafnarverði Seyðisfjarðarhafnar að stöðva olíuleka úr flaki El Grillo. Fulltrúar Vinstri grænna og Miðflokksins kalla eftir að settar verði reglur um gjafir sem þessar.

„Það er afskaplega gott að það hafi tekist að vinna gegn þessum leka. Það kann að vera sama hvaðan gott kemur en þetta mál vekur sum okkar til umhugsunar um það hvort að til séu eða rétt sé að setja um það reglur hvenær má og hverjir mega fyrir hönd Múlaþings þiggja svo verðmætar gjafir,“ segir Pétur Heimisson, fulltrúi Vinstri grænna í umhverfis og framkvæmdaráði sveitarfélagsins Múlaþings.

Málið var rætt á fundi á mánudag og kom þar fram að verðmæti þessarar gjafar næmi að minnsta kosti 6 til 8 milljónum króna.

Innkaupamenn eigi ekki að standa í þakkarskuld

Pétur segir að honum sé ekki kunnugt um að til séu reglur um gjafir séu til hjá sveitarfélaginu. Hjá ríkinu eru hins vegar til viðmið um góða starfshætti fyrir starfsmenn sem annast opinber innkaup frá árinu 2014. Segir þar meðal annars í öðrum kafla, sem fjallar um sérstakar reglur fyrir innkaupastarfsmenn:

„Innkaupastarfsmenn skulu tryggja að þeir standi ekki í þakkarskuld eða séu að einhverju leyti háðir fyrirtækjum sem hlut eiga að máli, en ella segja sig frá verkefninu.“

Seyðfirðingar vilji ekki fiskeldi

Veltir Pétur því þessari gjöf Fiskeldis Austfjarða fyrir sér. „Þarna er um að ræða gjöf frá aðila sem óskar eftir að hefja ákveðna starfsemi í firðinum,“ segir hann. „Nærsamfélagið hefur tjáð sig ansi skýrt um að það vilji ekki fá starfsemina. Því getur maður spurt sig hvort þetta sé eðlilegt í jafn viðkvæmu ástandi og nú er.“

Pétur situr fyrir VG í umhverfis og framkvæmdaráði Múlaþings. Mynd/Læknafélag Íslands

Í desember og janúar síðastliðnum lét Múlaþing Gallup gera þjónustukönnun fyrir sig þar sem spurt var um ýmis mál, sum sértæk fyrir einstaka byggðarlög. Þar kom fram að 75 prósent Seyðfirðinga væru andvígir fiskeldi í firðinum en aðeins 19 prósent fylgjandi.

Ankeri á leiðinni í brotajárn

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings og hafnarstjóri, segir umræðuna á skrýtnu róli. Aðstoð fiskeldisfyrirtækisins hafi ekki verið að þeirra frumkvæði heldur sveitarfélagsins, það er yfirhafnarverði Seyðisfjarðarhafnar og Landhelgisgæslunnar.

„Í samráði við Landhelgisgæsluna var leitað eftir því til fiskeldisins hvort að þeir ættu mögulega ankeri sem gætu nýst okkur. Þá kom í ljós að þeir áttu ankeri sem voru á leiðinni í brotajárn og þeir voru tilbúnir til að koma þeim niður,“ segir Björn.

Olíuleki í sumar

Í fyrra var olíugildru komið fyrir við El Grillo. En það er olíuflutningaskip sem sökkt var í seinni heimsstyrjöld og hefur lekið æ síðan með tilheyrandi skaða fyrir lífríki Seyðisfjarðar. Í óviðri í desember síðastliðnum losnaði olíugildran en það tókst að bjarga henni í land.

Síðan þá hefur yfirhafnarvörður verið í samskiptum við Landhelgisgæsluna um að koma gildrunni aftur fyrir en gæslan ekki haft tök á því. Lekið hefur úr El Grillo í sumar.

Björn Ingimarsson er bæði sveitarstjóri og hafnarstjóri Múlaþings. Mynd/Múlaþing

„Það voru komnar kvartanir frá Umhverfisráðuneytinu til hafnarinnar um að það yrði að bregðast við þessu,“ segir Björn.

Því hafi verið eðlilegt hjá yfirhafnarverði að nýta sér það að fiskeldið vildi hjálpa. Nú séu vonir bundnar við það að olíugildran sé jafn vel traustari en hún var fyrir óveðrið.

Sveitarfélagið ekki skuldbundið fiskeldinu

Björn segir umræðuna um að sveitarfélagið sé með þessu að koma sér í óeðlilega aðstöðu gagnvart Fiskeldi Austfjarða algjörlega úr lausu lofti gripna.

„Fiskeldið hafði ekki frumkvæði af þessu heldur brugðust jákvætt við þegar haft var samband við þá,“ segir hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir