fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Ástríður setti sig í samband við hann eftir að eiginkona hans dó og nokkru síðar var hann orðinn fimm milljónum fátækari

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. september 2023 19:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmenn sem saka barnakennarann Ástríði Kristínu Bjarnadóttur um fjársvik stíga nú fram einn af öðrum og greina DV frá reynslu sinni. Maður sem hafði samband við DV í dag er einn af þeim 11 sem eru undir í rannsókn lögreglunnar sem staðið hefur yfir frá því í febrúar og varðar meint svik upp á samtals 25 milljónir króna. Maðurinn segist hafa tapað um fimm milljónum á svikum Ástríðar við sig.

Hann segir að textaskilaboð sem Ástríður sendi öðrum þolanda, til að sannfæra hann um að lána sér, og birt voru í frétt DV í gær, séu eins og „copy/paste“ af skilaboðum hennar til sín.

Sjá einnig: Enn einn maðurinn stígur fram og kærir Ástríði fyrir fjársvik – „Ég var alveg tilbúinn að grafa þessa skömm niður“

Maðurinn segir að Ástríður hafi sett sig í samband við sig skömmu eftir að eiginkona hans lést en hún dó í kjölfar skurðaðgerðar sem fór úrskeiðis. Þau höfðu þó verið í einhverju spjallsambandi en upp frá þessu fór Ástríður að sækjast ákaflega eftir því að maðurinn lánaði henni peninga.

„Hún lofaði mér alltaf öllu fögru og sagðist vilja vera vinur minn. Þetta eru eitthvað um þrjár milljónir sem ég millifærði á hana, en svo komst hún yfir rafrænu skilríkin hjá mér og tók yfirdrátt upp á eina komma eitthvað milljónir og svo 6-700 þúsund krónur hjá AUR. Hún tæmdi yfirdráttarheimild á einum sólarhring í banka sem ég var ekki einu sinni í viðskiptum við,“ segir maðurinn, en Ástríður var á fullu spani með rafrænu skilríkin hans, stofnaði bankareikning í hans nafni, fékk yfirdrátt og millifærði hann yfir á eigin reikning.

„Lögregla hafði samband við mig að fyrra bragði í vor, en þá var ég ekki búinn að kæra hana. Þeir spurðu hvort ég þekkti þessa manneskju og buðu mér síðan að kæra hana.“ Rannsóknarlögreglumenn höfðu þá komist að svikum hennar við manninn með því að rannsaka bankagögn hennar.

Maðurinn segist skammast sína mikið fyrir að hafa lánað Ástríði allt þetta fé og ekki síður fyrir að hafa hleypt henni í rafrænu skilríkin sín. Hann lenti í miklum fjárhagserfiðleikum vegna svikanna. „Það skildi enginn neitt í því að ég átti aldrei pening,“ segir hann og bætir við að hann hafi þurft að slá bankalán til að greiða upp yfirdráttinn sem Ástríður stofnaði til í hans nafni.

„Ég er með aðila sem er að hjálpa mér í gegnum þennan fjárhagshjalla,“ segir maðurinn en hann hefur áður leitað til sálfræðinga til að gera upp sálrænar afleiðingar af fjársvikunum.

Hann missti móður sína í fyrra, og eiginkonu fyrir tæplega fjórum árum, eins og áður hefur komið fram. „Þetta er ekki að hjálpa,“ segir hann en fjársvikin sem hann varð fyrir hafa gert önnur áföll í lífi hans enn erfiðari en ella.

Aðspurður segir hann að hann og Ástríður hafi aldrei hist augliti til auglitis. Það virðist vera saga allra annarra sem hafa orðið fyrir svikum af hennar hendi. „Einu sinni sagðist hún vera hérna fyrir utan en hún var það ekki. Einu sinni sagðist hún vera á leiðinni í hraðbanka til að taka út peninga til að borga mér, ég spurði hvaða hraðbanka, en þegar ég kom þangað þá var hún ekki þar.“

Manninum þykir afar vont til þess að vita að Ástríður gangi laus núna og pirrar sig á því hvað rannsókn lögreglu tekur langan tíma. „Ég veit að þetta er stórt og flókið mál enda vorum við nokkrir sem ösnuðumst til að samþykkja þetta í gegnum rafræn skilríki. En það verður að setja þetta mál í forgang og ljúka því. “

Maðurinn segist telja að Ástríður eigi heima á einhverri stofnun. Hún gangi ekki heil til skógar. „Þessi manneskja var alltaf í fullri vinnu. Ég veit að spilafíkn er erfið en þetta hefur verið alveg rosaleg spilafíkn sem hún var haldin. Mig grunaði að hún væri í fíkniefnum sem svo virðist ekki hafa verið. Mér finnst bara rosalegt að hún sé hugsanlega að reyna að svíkja fé út úr einhverjum núna. Ég vil ekki að aðrir lendi í þessu. Fyrsta fréttin sem ég las um hana var rosalegt áfall. Þetta er óþægilegt en það verður að fjalla um svona mál.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans