fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fréttir

Enn fækkað í löggunni þrátt fyrir gríðarlegan vöxt – „Við sættum okkur ekki við þetta“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 18. september 2023 16:00

Sveitarstjórinn skilur ekkert í fækkuninni. Einn lögreglumaður verður búsettur á Vík í vetur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins einn lögreglumaður verður búsettur á Vík í Mýrdal í vetur. Fyrir voru þeir tveir og í fyrir þremur árum síðan þrír lögreglumenn búsettir á Vík. Sveitarstjóri segir þær ríkisstofnanir sem ákváðu þetta úr takti við raunveruleikann.

„Þetta er úr öllu samræmi miðað við íbúafjölda og umferðarþunga,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps sem er eitt þeirra sveitarfélaga sem hafa verið í hvað örustum vexti. Íbúafjöldinn hefur tvöfaldast á áratgug og frá desember á síðasta ári hefur fjölgað um tíu prósent.

Íbúar eru nú farnir að nálgast þúsundið en sveitarfélagið er eitt af þeim sem reiðir sig hvað mest á ferðaþjónustu. Rúmlega 60 prósent íbúanna eru erlendir ríkisborgarar og er það langhæsta hlutfall á landinu.

Umferð á vegunum við Vík mælist nú 4400 bílar á dag, sem er það mesta í sögunni. Enda hefur ferðamannastraumurinn aukist hratt. Einar segir að vetrarumferðin nú sé orðin jafn mikil og sumarumferðin fyrir nokkrum árum.

Þá hefur verið gríðarleg atvinnuuppbygging. „Við vorum um daginn að úthluta verslunar og þjónustulóð og það komu þrettán umsóknir,“ segir Einar, en í þeirri úthlutun var samþykkt að veita Pennanum lóð.

Einn geti ekki farið í hættulegar aðstæður

Einar segist fá þær skýringar að Lögreglan á Suðurlandi sé að spara og hagræða með fækkun lögreglumanna á Vík.

Einungis einn lögreglumaður verður búsettur þar, sem þýðir að hálfan mánuðinn muni enginn búsettur vera á vakt. Þann tíma verður mannað frá Hvolsvelli eða Kirkjubæjarklaustri, byggðarlögum sem eru í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Vík.

Einar segist hafa áhyggjur af vetrinum. „Hérna loka vegir gjarnan og almannavarnaástand getur skapast. Ef það er ekki lögreglumaður á vakt höfum við alvarlegar áhyggjur af stöðunni,“ segir Einar.

Ferðamenn sækja meðal annars í Reynisfjöru, þar sem oft hafa orðið mannskæð slys.

Þá sé þetta afleit staða fyrir lögreglumenn að vera í. Það er ef upp koma hættulegar og viðkvæmar aðstæður. „Ef lögreglumenn eru einir á vakt geta þeir ekki farið inn í ákveðnar aðstæður,“ segir hann. Tveir lögreglumenn séu ekki nóg fyrir svæðið, þeir þyrftu að vera fleiri.

„Við sættum okkur ekki við þetta,“ segir Einar sem hyggst funda með lögreglustjóranum á Suðurlandi. Eftir það verði leitað til Alþingis, þar sem verið er að ræða fjárlögin um þessar mundir.

Engin kaffistofa og engin fangageymsla

Í frétt Vísis frá haustinu 2020 var greint frá ófremdarástandi hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal. Engin aðstaða væri fyrir fanga og engin aðstaða til þess að geyma bíla. Þá hefðu lögreglumenn hvorki sérstaka kaffistofu né salerni.

Þegar kæmi til útkalls í hríðarbyl tæki það að minnsta kosti hálftíma að moka lögreglubílinn út úr skafli.

„Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn slæmur aðbúnaður fyrir lögreglumenn eins og hér í Vík miðað við það umfang sem löggæslan hefur hérna,“ sagði þáverandi sveitarstjóri, Þorbjörg Gísladóttir. Lögreglumenn voru þá þrír talsins og íbúafjöldinn 770.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan

Staða Pútíns er að breytast – Erfið kynslóðaskipti fram undan
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“

Segir rússneska herinn vera eins og „hjólaskóflu“
Fréttir
Í gær

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“

Viktoría handtekin og fjórir fílefldir lögreglumenn fylgdu henni úr landi – „Þetta er ein besta sál sem ég hef kynnst“
Fréttir
Í gær

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun – „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra“
Fréttir
Í gær

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu

Jón Ingi fékk sex ára fangelsisdóm í Sólheimajökulsmálinu
Fréttir
Í gær

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum

Forseti Suður-Kóreu hefur lýst yfir herlögum