fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Íslendingur horfinn sporlaust í Dóminíska lýðveldinu og systir hans biður um hjálp

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. september 2023 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Kristinn Magnússon átti að koma heim frá Dóminíska lýðveldinu, en hann átti flug fyrir tæpri viku síðan. Ekkert hefur spurt til Magnúsar síðan, en hann flaug til Dóminíska lýðveldisins í byrjun september og átti að koma heim á sunnudaginn. Vísir greindi fyrst frá.

Systir Magnúsar, Rannveig Karlsdóttir, hefur nú skrifað færslu á Facebook þar sem hún biður almenning um aðstoð, einkum þá sem þekkja til í Dóminíska lýðveldinu.

„Ef einhver þekkir til í Dóminíska lýðveldinu eða þekkir fólk sem býr þar, gætum við þegið hjálp. Maggi, Magnús Kristinn Magnússon, fór til Dóminíska lýðveldisins þann 3. september síðastliðinn, þar sem hann lenti á Santo Domingo flugvellinum. Von var á honum heim þann 10. sept. en frá þeim degi hefur ekkert til hans spurst. Ekki næst samband við símann hans, engin hreyfing er á samfélagsmiðlum né bankareikningi hans. Þannig að ef einhver þekkr til þarna úti og telur sig geta aðstoðað, þá þiggjum við alla hjálp fegins hendi enda farin að óttast mjög um afdrif hans. Magnús er fæddur 1987, um það bil 1,85 sm á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót.“

Þeir sem gætu haft upplýsingar um ferðir Magnús­ar eða afdrif Magnúsar, geta haft sam­band við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu í síma 444-1000 eða við syst­ur Magnús­ar, Rann­veigu Karls­dótt­ur, í síma 660-4313.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Seyðfirðingar reiðir við Landsbankann – Banki í ríkiseigu eigi að þjónusta allt landið

Seyðfirðingar reiðir við Landsbankann – Banki í ríkiseigu eigi að þjónusta allt landið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervigreindin aðstoðar 9 manna fjölskyldu Arnars við að lækka matarreikninginn – „Höfum við farið niður í 15–20 þúsund krónur á viku“

Gervigreindin aðstoðar 9 manna fjölskyldu Arnars við að lækka matarreikninginn – „Höfum við farið niður í 15–20 þúsund krónur á viku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fjarlægði málverk af Obama og setti eitt af sjálfum sér í staðinn

Trump fjarlægði málverk af Obama og setti eitt af sjálfum sér í staðinn