fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Knúsaði hafmeyjuna og gaf nebbakoss – Gáttaðir áhorfendur bauluðu

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 15. september 2023 22:00

Fólk kallaði á konuna að koma niður og hætta að kássast í hafmeyjunni en hún hló að því.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af konu sem knúsar styttuna af litlu hafmeyjunni í Kaupmannahöfn hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Konan uppskar baul frá nærstöddum vegna uppátækisins.

Meðal annars er greint er frá þessu í bandaríska listavefmiðlinum Hyperallergic og breska dagblaðinu The Mirror.

Á myndbandinu, sem var tekið á laugardag, sést ung kona sitja á steininum við styttuna frægu, sem er eitt af helstu kennileitum Kaupmannahafnar. Hún knúsaði hana og gaf henni svokallaðan „nebbakoss“, sem áður fyrr var kallaður „eskimóakoss“ eða „inúítakoss.“

Ekki var tekið vel í þetta athæfi því að bæði ferðamenn og innfæddir bauluðu á konuna. Ekki er vitað hver hún er, aðeins að hún sé bandarískur ferðamaður.

 

Fólk hneykslað og gáttað

Bandarískur ferðamaður sem varð vitni að atvikinu, Dylan Trinkler að nafni, sagði við The Mirror að fólk hefði verið mjög ósátt og ringlað þegar þetta var að gerast. Stranglega bannað er að fara að hafmeyjunni og snerta hana. Það stendur skýrt á skiltum við styttuna.

„Það voru um hundrað manns þarna í kring og allir sem sáu þetta voru hálf ringlaðir yfir þessu,“ sagði Trinkler. „Danirnir sögðu að þarna væri dönsk arfleið og dönsk list. Margir byrjuðu að baula og kölluðu til hennar að fara í burtu. Svo byrjaði hún að þykjast kela við styttuna og þá hneykslaðist fólk. Þau spurðu hana af hverju hún væri að gera þetta, hún væri að sýna vanvirðingu, en hún hló að því.“

Eftir það hafi konan komið niður, farið yfir til vinkonu sinnar, kysst hana og gefið „fimmu.“ Svo fóru þær í burtu og skarinn stóð eftir gáttaður.

 

Margsinnis skemmd og vanvirt

Styttan af litlu hafmeyjunni er 110 ára gömul, reist árið 1913 og er úr bronsi. Hún heitir á frummálinu „Den lille havfrue“ og var hönnuð af hinum dansk-íslenska myndhöggvara Edvard Eriksen. En móðir hans, Svanfríður Magnúsdóttir, var frá Langadal í Ísafjarðardjúpi.

Persónan kemur úr þekktu samnefndu ævintýri eftir H.C. Andersen frá árinu 1837. En hann er vitaskuld einn frægasti rithöfundur Danmerkur, fyrr og síðar.

Edvard Eriksen mótaði líkama hafmeyjunnar eftir eiginkonu sinni, Eline, en andlitið var mótað eftir leikkonunni og ballettdansaranum Ellen Price.

Styttan hefur margsinnis verið skemmd í gegnum tíðina. Meðal annars hefur hún afhöfðuð í tvígang, aflimuð í eitt skipti og málningu sullað yfir hana. Þá hefur hún verið klædd í ýmis föt, svo sem í múslimabúrku. Stundum hefur verið átt við hafmeyjuna í pólitískum tilgangi en stundum hefur tilgangurinn ekki verið augljós.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“