fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Fréttir

Erna og Konráð í kosningaeftirliti fyrir Rússa í Kherson – „Íslenskar kosningar ekki öruggar“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 13. september 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðakonan Erna Ýr Öldudóttir og meindýraeyðirinn Konráð Magnússon eru Íslendingarnir sem störfuðu fyrir Rússa við kosningaeftirlit í Kherson um helgina. Kosningarnar hafa verið fordæmdar af vestrænum stjórnvöldum og sagt er að kosningaeftirlitsmenn gætu átt þvinganir yfir höfði sér.

DV hafði áður greint frá því að að minnsta kosti einni Íslendingur sinnti eftirliti fyrir Rússa en þá lágu nöfnin ekki fyrir. Kosningarnar fóru fram 8. til 10. september.

Úkraínski miðilinn Euromaidan Press greinir frá og myndbirtir kosningaeftirlitsmennina. Auk Ernu Ýr og Konráðs er þetta fólk frá Spáni, Brasilíu, Hollandi, Mósambík og Indlandi. Allt þetta fólk hefur stutt málstað Rússa áður.

Bæði Erna Ýr og Konráð fylgdust með atkvæðagreiðslunni á síðasta ári þar sem fjögur héröð Úkraínu voru innlimuð inn í Rússland. Alþjóðasamfélagið hefur ekki viðurkennt þá atkvæðagreiðslu eða breytingu landamæra.

Segir rússneska herinn vernda kjósendur

Á vefmiðlinum EU Observer er vitnað í Konráð þar sem hann ræddi við rússneska miðla á sunnudag, á lokadegi kosninganna. Kosið var til héraðsþinga, Dúmunnar og um ríkisstjóra, á fjórum hernumdum svæðum og nokkrum héröðum Rússlands.

Konráð hældi rússneska hernum fyrir að vernda fólk sem tók þátt í kosningum. Einnig hrósaði hann hugrekki kjósenda og bætti við að það væri hættulegt að kjósa á Íslandi, þar væri engin öryggisgæsla frá lögreglu eða öðrum aðilum.

Hafa ber í hug að kosningarnar, bæði núna og atkvæðagreiðslan á síðasta ári, hafa verið harðlega gagnrýndar af Úkraínumönnum og vestrænum ríkjum. Greint hefur verið frá því að sums staðar hafi vopnaðir hermenn gengið hús úr húsi og neytt fólk til að kjósa.

Niðurstöðunum beri að taka með afar miklum fyrirvara. Í Donetsk héraði, sem dæmi, voru tilkynntar niðurstöður á þann veg að 99 prósent hafi viljað innlimun í Rússland.

Meindýraeyðing og óleyfisíbúðir

Í EU Observer er greint frá því að rússneskir ríkisfjölmiðlar titli Konráð sem alþjóðlegan kosningaeftirlitsmann, sérfræðing í kosningum og opinbera persónu sem geti vottað að kosningar í Kherson hafi verið frjálsar, lýðræðislegar og sannar.

Hið rétta er að Konráð er fyrrverandi meindýraeyðir sem rak fyrirtækið Firringu meindýraeftirlit. Síðar stofnaði hann fasteignafélagið Firringu sem komst í fréttirnar árið 2021, þegar Hafnarfjarðarbær gerði félaginu að rýma ósamþykktar leiguíbúðir á Völlunum. En þar bjuggu um 35 manns.

Kosningunum hefur verið lýst sem gervikosningum og taka skuli niðurstöðum þeirra með miklum fyrirvara. Mynd/Getty

Síðasta haust var greint frá því að Konráð hafi sent íslenskum fréttamönnum boð um að ferðast til hersetna héraðsins Lúhansk til að fylgjast með atkvæðagreiðslu um innlimun. Í bréfi til fréttamanna sagði Konráð að það væri sérstakur kosningasjóður á vegum rússneska ríkisins sem greiddi kostnað við flug og uppihald fyrir blaðamenn. Erna Ýr, hjá Frettin.is, þáði ein boðið.

Í viðtali við Vísi á þeim tíma sagði Konráð að hann hafi kynnst rússneskri konu skömmu eftir aldamót og búið þar árin 2003 til 2005. Síðan þá hafi hann verið viðloðandi Rússland og meðal annars flutt rússneskt timbur inn til Íslands.

Þvinganir og takmarkanir á vegabréfsáritunum

Eins og DV greindi frá á föstudag fordæma íslensk stjórnvöld þessar kosningar og lýsa þeim sem gervikosningum.

„Sá gjörningur sem nú á sér stað í Kherson hefur ekkert gildi, enda eru umræddar „kosningar“ í trássi við alþjóðalög eins og allur stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu. Þar af leiðandi gefur augaleið að íslensk stjórnvöld hafa ekki sent fulltrúa til að sinna neins konar eftirliti,“ sagði Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins.

Aðrar vestrænar þjóðir fordæmdu kosningarnar, meðal annars Bandaríkjamenn. Anthony Blinken utanríkisráðherra sagði að allir kosningaeftirlitsmenn í þessum kosningum gætu átt yfir höfði sér þvinganir og takmarkanir á vegabréfsáritunum.

„Rússa sýna meginreglu sáttmála Sameinuðu þjóðanna algera lítilsvirðingu með þessum aðgerðum. Svo sem virðingu fyrir fullveldi ríkja og landhelgi sem er undirstaða öryggis og stöðugleika á alþjóðavettvangi,“ sagði Blinken.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“

Mótmælir lokun áfengisnetsölu – „Lögreglan hefur beitt okkur óhóflegu valdi“
Fréttir
Í gær

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“

Tilkynnti Hákoni óvænt að hann þyrfti að segja upp störfum – „Honum var refsað fyrir að taka of stór skref“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“

Steingrímur rifjar upp örlagaríka för á hamfarasvæði – „Og ekkert varð aftur eins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu