fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Dæmdur fjárglæfra- og ofbeldismaður úrskurðaður gjaldþrota

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. september 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu sem birt er í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að gjalþrotaskiptum á búi Armando Luis Rodriguez sé lokið. Lýstar kröfur í búið voru 148.014.891 króna en engar greiðslur fengust úr búinu upp í kröfur eða áfallna vexti og kostnað eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.

Armando Luis Rodriguez hefur hlotið ýmsa refsidóma undanfarin ár fyrir m.a. skattalagabrot, peningaþvætti og líkamsárásir en hann var fyrr á þessu ári ákærður enn á ný.

Líkamsárásir

Árið 2012 var Armando dæmdur, í Héraðdsómi Reykjavíkur, í 16 mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í meiriháttar líkamsárás. Var hann ákærður ásamt fleiri mönnum fyrir að hafa veist að manni með ofbeldi, meðal annars með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar í líkama hans, höfuð og andlit.

Í dómnum frá 2012 kemur fram að Armando hafi gengist undir viðurlagaákvörðun árið 2003 vegna umferðarlagabrots og árið 2005 gengist undir sátt vegna brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Á árinu 2009 hafi hann verið í tvígang dæmdur, fyrst fyrir eignaspjöll en síðan fyrir brot gegn 1. mgr. 218. gr. hegningarlaga en þau ákvæði laganna varða líkamsárásir. Í dómnum segir enn fremur að í nóvember 2010 hafi Armando verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum. Á árinu 2011 hafi hann síðan í tvígang gengist undir sáttir vegna brota gegn umferðarlögum.

Árið 2019 var Armando dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir þátt sinn í því að vísvitandi var staðið að röngum eða villandi tilkynningum til hlutafélagaskrár um hagi félagsins SS verk ehf. Í dómnum kemur fram að hann hafi árið 2018 verið dæmdur fyrir meðal annars brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um tekjuskatt. Var honum þá gert að sæta fangelsi í sjö mánuði, en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár, en að auki var Armando gert að greiða sekt að fjárhæð 10.381.000 krónur. Dómurinn frá 2018 fannst ekki við leit á vefsíðu héraðsdómstóla en í dómnum frá 2019 segir að dómnum frá 2018 hafi verið áfrýjað.

Peningaþvætti og bókhaldsbrot

Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember árið 2020 var Armando ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á tæplega 2,7 milljónir króna vegna sjálfstæðs atvinnurekstrar síns. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa ekki greitt tæplega 30 milljónir í tekjuskatt og útsvar vegna tekna af þessum rekstri. Sömuleiðis var hann ákærður fyrir brot á lögum um bókhald og fyrir peningaþvætti fyrir að hafa nýtt ávinninginn af því að greiða ekki tilskylda skatta í eigin þágu. Var Armando sakfelldur í öllum ákæruliðum og dæmdur í 14 mánaða fangelsi og til að greiða 96.000.000 króna í sekt til ríkissjóðs.

Í þessum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í desember árið 2020 kemur fram að í febrúar sama ár hafi Armando verið dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundna í tvö ár, fyrir brot gegn fíkniefna-, áfengis-, lyfja-, lyfsölu-, tolla- og umferðarlögum. Auk þess hafi verið hann dæmdur fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og 262. grein almennra hegningarlaga, samanber lög um bókhald.

Dómurinn frá febrúar 2020 kemur ekki upp við leit á vefsíðu héraðsdómstólana.

Armando áfrýjaði dómnum frá desember 2020 til Landsréttar. Þar var niðurstaðan sú að ákæruliðunum um að hann hefði ekki staðið skil á tekju- og virðisaukaskatti var vísað frá Héraðsdómi þar sem ekki var talið að málarekstur hjá skattyfirvöldum annars vegar og Héraðssaksóknara hins vegar hafi verið nægilega samþættur í tíma svo talið væri að skilyrðum sem fram hefðu komið í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefði verið fullnægt. Sakfelling Héraðsdóms fyrir brot gegn lögum um bókhald og fyrir peningaþvætti stóð hins vegar óhögguð og var Armando dæmdur í sex mánaða fangelsi.

Samkvæmt fréttum Mbl.is frá því um miðjan júní á þessu ári hefur Armando Luis Rodriguez nú verið ákærður enn á ný. Héraðssaksóknari hefur ákært hann og annan mann fyr­ir að hafa á ár­un­um 2017 og 2018 látið hjá líða að greiða virðis­auka­skatt upp á 32,4 millj­ón­ir króna vegna reksturs einka­hluta­fé­lags sem þeir voru í for­svari fyr­ir.

Segir í frétt Mbl.is að hinn maðurinn hafi verið skráður stjórn­ar­maður og fram­kvæmda­stjóri en Arm­ando hafi verið varamaður í stjórn og auk þess dag­leg­ur stjórn­andi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin